Pep Guardiola
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Josep "Pep" Guardiola Sala er spænskur knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður. Hann hefur þjálfað Manchester City frá 2016. Hann á met yfir flesta sigurleiki í röð La Liga, Bundesliga og ensku úrvalsdeildinni. Sem leikmaður var hann lengst af hjá FC Barcelona og vann deildina sex sinnum með félaginu. Hann var í landsliði Spánar og Katalóníu. Pep spilaði sem varnarsinnaður miðjumaður.
Guardiola er sigursæll þjálfari og vann þrefalt á fyrsta tímabilinu með Barcelona; La Liga, Meistaradeild Evrópu og Copa del Rey, Með Bayern sigraði hann deildina öll ár sem hann var þar og með Manchester City hefur hann unnið deildina sex sinnum ásamt fimm bikartitlum. Tímabilið 2022-2023 vann hann Meistaradeildina með Manchester City.
Áberandi samkeppni hefur verið milli hans og Jürgen Klopp stjóra Liverpool FC.
Guardiola hefur stutt sjálfstæði Katalóníu.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads