Ricky Rubio

From Wikipedia, the free encyclopedia

Ricky Rubio
Remove ads

Ricard Rubio Vives (fæddur 21. október 1990) er spænskur körfuknattleiksmaður. Rubio hóf feril sinn mjög ungur hjá Joventut Badalona og vakti snemma athygli fyrir hæfileika sína en hann lék fyrst í efstu deild Spánar aðeins 14 ára gamall.

Staðreyndir strax Nr. 9 – Joventut Badalona, Leikstaða ...

Rubio var valinn í nýliðavali NBA árið 2009 af Minnesota Timberwolves en lék þó næstu tvö tímabil með FC Barcelona þar sem hann varð EuroLeague meistari árið 2010 og spænskur meistari árið 2011. Næstu 12 árin lék hann í NBA deildinni með Timberwolves, Utah Jazz, Phoenix Suns og Cleveland Cavaliers.[1] Hann sagði skilið við NBA árið 2024 og lék stuttlega með FC Barcelona aftur áður en hann tók sér hlé frá körfubolta af heilsufarsástæðum. Hann hóf aftur leik árið 2025 með Joventut Badalona.[2]

Remove ads

Landsliðsferill

Rubio lék lengi með spænska landsliðinu við mikla velgengni. Hann varð heimsmeistari með Spáni árið 2019 og Evrópumeistari árin 2009 og 2011. Hann vann einnig til silfurs með liðinu á Ólympíuleikunum árið 2008 og hlaut brons árið 2016.[3]

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads