Roberto Baggio
ítalskur knattsyrnumaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Roberto Baggio (fæddur 18. febrúar 1967) er ítalskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði sem framherji eða framsækinn miðjumaður. Hann var þekktur fyrir fimi, aukaspyrnur sínar og mörk.

Baggio spilaði með ýmsum ítölskum liðum: L.R. Vicenza, Internazionale, Juventus, Fiorentina, AC Milan, Bologna FC og Brescia Calcio. Baggio er eini Ítalinn sem skorað hefur í þremur heimsmeistaramótum og er fjórði markahæsti landsliðsmaðurinn (ásamt Alessandro Del Piero). Hann er fimmti markahæsti ítalski leikmaðurinn með 318 mörk í öllum keppnum. Baggio vann til tveggja Serie A titla, eins Coppa Italia og eins UEFA bikars. Árið 1993 vann hann Fifa-gullknöttinn. Baggio leiddi Ítalíu til úrslita á HM 1994. Hann skoraði 5 mörk í keppninni en brenndi af vítaspyrnu í úrslitaleiknum.
Baggio var kallaður Il Divin Codino (guðdómlega taglið). Hann snerist til búddisma á 9. áratugnum og er af þeim sökum vinsæll í Japan.
Remove ads
Heimild

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Roberto Baggio.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Roberto Baggio“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. maí 2018.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads