Sakharov-verðlaunin

Mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins From Wikipedia, the free encyclopedia

Sakharov-verðlaunin
Remove ads

Sakharov-verðlaunin fyrir hugsanafrelsi, yfirleitt aðeins kölluð Sakharov-verðlaunin, eru verðlaun sem Evrópuþingið veitir einstaklingum eða hópum fólks sem hafa tileinkað líf sín baráttu fyrir mannréttindum og hugsanafrelsi.[1] Verðlaunin eru nefnd eftir sovéska vísindamanninum og andófsmanninum Andrej Sakharov og hafa verið veitt árlega frá árinu 1988. Á hverju ári útbúa utanríkismála- og þróunarnefndir Evrópuþingsins lista af tilnefningum og tilkynna um vinningshafann í október.[1] Viðurkenningunni fylgja 50.000 evra peningaverðlaun.[2] Fyrstu verðlaunahafarnir voru Nelson Mandela og Anatolíj Martsjenko. Aung San Suu Kyi vann verðlaunin árið 1990 en gat ekki tekið við þeim fyrr en árið 2013 þar sem hún var þá fangelsuð í heimalandi sínu, Mjanmar.[3] Ýmis samtök og stofnanir hafa einnig hlotið Sakharov-verðlaunin. Fyrstu samtökin sem voru verðlaunuð voru Mæður Maítorgsins (spænska: Madres de Plaza de Mayo) frá Argentínu árið 1992. Sex verðlaunahafar Sakharov-verðlaunanna hlutu seinna friðarverðlaun Nóbels: Nelson Mandela, Aung San Suu Kyi, Malala Yousafzai, Denis Mukwege, Nadia Murad og María Corina Machado.[4]

Staðreyndir strax Veitt fyrir, Staðsetning ...
Remove ads

Saga

Þann 26. júlí árið 1984 samþykkti Evrópuþingið ályktun um að skora á Sovétríkin að leyfa Sakharov-hjónunum að snúa heim til Rússlands.[5] Á meðan rætt var um málefnið á þinginu voru lagðar fram nokkrar tillögur um að heiðra Andrej Sakharov, meðal annars að hafa ávallt auðan stól á þinginu fyrir hann. Evrópuþingmaðurinn Jean-François Deniau stakk upp á því að stofna til verðlauna í nafni Sakharovs.[6] Stjórnmálanefnd þingsins lagði drög að stofnun verðlaunanna þann 31. október árið 1985. Í ályktun þeirra stóð að Sakharov væri „evrópskur borgari og holdgervingur frelsi andans og tjáningarinnar“. Ályktunin var samþykkt þann 13. desember árið 1985.[7]

Í ályktuninni stóð: „[Evrópuþingið] lýsir yfir ætlun sinni um að stofna til verðlauna sem verða nefnd Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir hugsanafrelsi og verða veitt á hverju ári fyrir fræðistörf eða aðra starfsemi í þágu eftirfarandi málefna:

  • Þróun í samskiptum austurs og vesturs samkvæmt markmiðum Helsinki-sáttmálans og sérstaklega samkvæmt þriðju grein sáttmálans um samstarf í mannréttindamálum,
  • Vernd á rannsóknarfrelsi vísindamanna,
  • Vernd á mannréttindum og virðingu gagnvart alþjóðalögréttindum,
  • Starfsemi yfirvalda í samræmi við stjórnarskrárbundin réttindi.“
Thumb
Aung San Suu Kyi tekur við Sakharov-verðlaununum árið 2013 af Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins.

Sakharov gaf leyfi sitt fyrir stofnun verðlaunanna í apríl árið 1987.

Skilyrðum fyrir veitingu verðlaunanna var breytt þann 15. maí árið 2003. Upp frá því hefur ekki lengur verið nauðsynlegt að skila inn rannsókn eða ritgerð til að hljóta verðlaunin og er þess í stað einnig hægt að verðlauna fólk fyrir listaverk eða hvers kyns aðgerðir. Núverandi skilyrði fyrir veitingu verðlaunanna hljóma svo:

„Þessi verðlaun eru ætluð til þess að greiða fyrir framkvæmdir verkefna í eftirfarandi málaflokkum:

  • Vernd mannréttinda og grunnfrelsis, sérstaklega skoðanafrelsis,
  • Vernd réttinda minnihlutahópa,
  • Virðingu fyrir alþjóðaréttindum,
  • Þróun lýðræðis og stofnun réttarríkja.“
Remove ads

Listi yfir verðlaunahafa

Nánari upplýsingar Ár, Verðlaunahafi ...
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads