Valgerður Sverrisdóttir

From Wikipedia, the free encyclopedia

Valgerður Sverrisdóttir
Remove ads

Valgerður Sverrisdóttir er fyrrum utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, en hún er eina konan sem hefur gengt því embætti hingað til. Hún er fædd 23. mars 1950, dóttir Sverris bónda Guðmundssonar (1912-1992) á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi og konu hans, Jórlaugar Guðrúnar Guðnadóttur (1910-1960). Valgerður er af Lómatjarnarætt. Bóndi hennar er Arvid Kro (f. 1952) og eiga þau þrjár dætur, Önnu Valdísi (f. 1978), Ingunni Agnesi (f. 1982) og Lilju Sólveigu (f. 1989). Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967.

Staðreyndir strax Fæðingardagur:, Fæðingarstaður: ...

Valgerður varð varaþingmaður Norðurlandskjördæmis eystra 1984, en sat á Alþingi sem alþingismaður 1987-2009; sem þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra til 2003, en fyrir Norðausturkjördæmi eftir kjördæmabreytinguna 2003 og sat á þingi fyrir kjördæmið til ársins 2009. Veturna 1988-1989 og 1990-1991 var hún 2. varaforseti sameinaðs þings, og veturna 1992-1995 1. varaforseti Alþingis. 1995-1999 var hún þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún hefur setið í fjölda þingnefnda fyrir flokkinn.

Valgerður gegndi embætti iðnaðar-og viðskiptaráðherra á árunum 1999-2006 og átti sem slík í útistöðum vegna stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Valgerður tók við embætti utanríkisráðherra, fyrst kvenna, 15. júní 2006, af Geir H. Haarde, sem varð forsætisráðherra eftir að Halldór Ásgrímsson sagði af sér. Því starfi gegndi hún til 24. maí 2007 þegar Framsóknarflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn.

Valgerður Sverrisdóttir var kjörin varaformaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi 10. júní 2007 og tók við formennsku þann 17. nóvember 2008 eftir að þáverandi formaður, Guðni Ágústsson, sagði af sér þingmennsku og formennsku í flokknum um leið. Hún gaf ekki kost á sér í formannskjöri á flokksþingi í janúar 2009 og var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kjörinn formaður í hennar stað.


Fyrirrennari:
Guðni Ágústsson
Formaður Framsóknarflokksins
(17. nóvember 200818. janúar 2009)
Eftirmaður:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Fyrirrennari:
Geir H. Haarde
Utanríkisráðherra
(15. júní 200624. maí 2007)
Eftirmaður:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Fyrirrennari:
Finnur Ingólfsson
Iðnaðarráðherra
(31. desember 199915. júní 2006)
Eftirmaður:
Jón Sigurðsson
Fyrirrennari:
Finnur Ingólfsson
Viðskiptaráðherra
(31. desember 199915. júní 2006)
Eftirmaður:
Jón Sigurðsson


Remove ads

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads