Alpine F1 Lið

From Wikipedia, the free encyclopedia

Alpine F1 Lið
Remove ads

Alpine F1 liðið hefur verið keppa í Formúlu 1 síðan frá árinu 2021 sem heitir fullu nafni BWT Alpine F1 Team. Áður hét liðið Renault en er þó ennþá í eigu sama framleiðanda Renault Group.[7] Upphaf Alpine liðsins má rekja til ársins 1981 þegar Toleman liðið fór fyrst að keppa í Formúlu 1. Toleman liðið var í 5 ár í Formúlu 1 og var fyrsta liðið sem Ayrton Senna keyrði fyrir í Formúlu 1.[8] Benetton keypti síðan liðið af Toleman og keppti í Formúlu 1 frá árinu 1986 til ársins 2001. Benetton vann sína fyrstu keppni á sínu fyrsta ári þegar Gerhard Berger var liðsmaður liðsins. Benetton liðið gekk ágætlega fyrstu árin en síðan árið 1990 gerðist Flavio Briatore liðsstjóri liðsins. Þá fór liðinu á ganga mun betur sem þá var með Ford vélar og Nelson Piquet vann tvær keppnir fyrir liðið það árið. Michael Schumacher verður síðan ökumaður liðsins árið 1991 og keyrir fyrir liðið til ársins 1995. Schumacher varð tvisvar sinnum heimsmeistari þegar hann keyrði fyrir Benetton árið 1994 og 1995. Benetton varð heimsmeistari bílasmiðja árið 1995 og það varð þeirra eina skipti. [9]

Staðreyndir strax Fullt nafn, Höfuðstöðvar ...


Renault Group kaupir Benetton árið 2000 en liðið hélt sama nafni tímabilin 2000 og 2001.[10] Liðið breytir um nafn árið 2002 og hét þá Renault F1 lið(Renault F1 Team). Það keppti undir því nafni frá árunum 2002 til 2011. Liðið var tvisvar sinnum heimsmeistari bílasmiðja á þeim árum, árin 2005 og 2006. Fernando Alonso var heimsmeistari bæði árin sem þá keyrði fyrir liðið.[11]. Árið 2012 til 2015 hét liðið Lotus Renault GP þegar Lotus var aðalstyrktaraðili liðsins, árið 2016 til 2020 hét það Renault Sport F1 Lið (e. Renault Sport F1 Team).

Remove ads

Tími Alpine í Formúlu 1

Tímabilið 2021

Fyrir Alpine árið 2021 keyrðu Fernando Alonso og Esteban Ocon fyrir liðið. Ökumennirnir voru nálægt hvorum öðrum í stigafjöldi í lok tímabils, Alonso endaði í 10. sæti í heimsmeistaramótinu með 84 stig meðan Ocon endaði í 11. sæti með 74 stig. Alonso komst einu sinni á verðlaunapall þegar hann lenti 3. sæti í Katar, Ocon vann eina keppni árinu sem var í Ungverjalandi sem var nokkuð óvænt úrslit.[12] Í heimsmeistaramóti bílasmiðja tók Alpine 5. sætið með 155 stig.

Thumb
Fernando Alonso í Austurríki árið 2021

Tímabilið 2022

Eins og árið á undan keyrðu Alonso og Ocon fyrir liðið. Alpine tók 4. sætið í heimsmeistaramótinu. Ocon endaði í 8. sæti og Alonso í því níunda. BWT tók við sem aðalstyrktaraðili liðsins fyrir tímabilið og er en þeirra aðalstyrktaraðili.

Tímabilið 2023

Alonso fór yfir til Aston Martin fyrir tímabilið 2023. Alpine ætlaði að fá Oscar Piastri til að leysa hann af hólmi en hann skrifaði óvænt undir hjá McLaren. Þá voru góð ráð dýr, Alpine talaði við Pierre Gasly og fékk hann til þess að skipta yfir frá Alpha Tauri. Tímabilið bæði hjá Gasly og Ocon var mikið miðjumoð eins og fyrstu tvö árin hjá liðinu. Gasly endaði í 11. sæti í heimsmeistaramótinu meðan Ocon endaði í 12. sæti. Alpine tók 6. sætið í heimsmeistaramóti bílasmiðja.

Tímabilið 2024

Ocon og Gasly keyrðu báðir fyrir liðið eins og árið á undan. Tímabilið byrjaði hörmulega hjá Alpine og liðið skoraði ekki stig í fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Það var ekki fyrr en í Brasilíska kappakstrinum sem eitthvað fór að ganga hjá liðinu eftir uppfærslur. Besti árangur liðsins fram á því var 9. sæti í nokkrum keppnum frá ökumönnum liðsins. En það óvænta sem gerðist í Brasilíu var að bæði Ocon og Gasly enduðu á verðlaunapalli, Ocon í öðru sæti og Gasly í því þriðja eftir rigninga keppni. Gasly endaði tímabilið vel og náði í 10. sætið í heimsmeistaramótinu og meðan Ocon endaði í því fjórtánda. Alpine endaði í 6. sæti í heimsmeistaramóti bílasmiðja þrátt fyrir á útlitið var ekki gott um mitt tímabil.

Thumb
Pierre Gasly í Kína árið 2024

Tímabilið 2025

Alpine hélt Pierre Gasly fyrir 2025 tímabilið en Esteban Ocon fór til Haas. Varaökumaður 2024 tímabilsins Jack Doohan kom inn í staðin fyrir Ocon.[13] Í maí 2025 sagði Oliver Oakes upp sem liðsstjóri liðsins og tók Flavio Briatore yfir skyldum hans hjá liðinu.[14] Eftir Miami kappaksturinn var Jack Doohan gerður aftur að varaökumanni og Franco Colapinto gerður að aðalökumanni í 5 keppnir áður en liðið myndi endurmeta ökumenn sína og ákveða hver muni klára tímabilið við hlið Pierre Gasly.[15]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads