Fernando Alonso
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Fernando Alonso Díaz (f. 29. júlí, 1981) er spænskur ökumaður sem keppir í Formúlu 1 með Aston Martin. Alonso hefur tvisvar sinnum unnið heimsmeistartitillinn í Formúlu 1 á árunum 2005 og 2006 með Renault liðinu.
Á ferli sínum í Formúlu 1 hefur Alonso hefur unnið 32 keppnir, náð 22 ráspólum, 26 hröðustu hringjum og staðið 106 sinnum á verðlaunapalli.
Árið 2018 hætti Alonso í Formúlu 1 og fór að keppa í þolakstri. Hann vann FIA World Endurance Championship (WEC) og 24 tíma Le Mans kappaksturinn á árunum 2018 og 2019.[1] Árið 2021 kom hann aftur í Formúlu 1 með Alpine liðinu.
Remove ads
Yngri ferillinn
Fernando Alonso var aðeins 3 ára gamall þegar hann byrjaði að æfa go-kart. Faðir hans José Luis Alonso bjó til litlar go-kart brautir fyrir son sinn sem hann gat æft sig á. Þegar Fernando Alonso var 8 ára gamall var hann byrjaður að vinna keppnir nálægt heimaborg sinni Oviedo og þegar leið á fór hann einnig að keppa á héraðsmeistaramótaröðum á Spáni. Alonso var 10 ára þegar vann hann héraðsmeistaramótaröðina í go-kart í Asturias héraðinu.[2]
Uppgangur Alonso hélt áfram í go-kart, fjögur ár í röð varð hann spænskur unglingameistari í go-kart(Spanish Junior Karting Championship) frá árinu 1993 til 1996. Árið 1996 var stórt ár fyrir Alonso því hann varð einnig heimsmeistari í go-kart(World Karting Championship).[3] Árið 2000 fékk Fernando Alonso sæti í Formúlu 3000 með belgíska liðinu Team Astromega. Keppt var á 10 brautum víðsvegar um Evrópu og Alonso endaði mótaröðina í 4.sæti með 17 stig og vann eina keppni sem haldinn var á Spa í Belgíu.[4]
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads