Cooks-eyjar

From Wikipedia, the free encyclopedia

Cooks-eyjar
Remove ads

Cooks-eyjar eru eyríki í Suður-Kyrrahafi, með sjálfstjórn en í frjálsu sambandi við Nýja-Sjáland. Eyjarnar eru fimmtán talsins og samtals um 240 km² að stærð. Landhelgi þeirra nær yfir tæpar 2 milljónir ferkílómetra.[1] Eyjarnar heita eftir James Cook skipstjóra sem sá þær árið 1770. Þær voru gerðar að bresku verndarsvæði árið 1888, en árið 1900 var stjórn eyjanna færð undir Nýja-Sjáland.

Staðreyndir strax

Nýja-Sjáland fer með utanríkis- og varnarmál eyjanna í samráði við stjórn þeirra.[2] Síðustu ár hafa eyjarnar í vaxandi mæli tekið sjálfstæðar ákvarðanir í utanríkismálum.[3] Cookseyingar hafa ríkisborgararétt á Nýja-Sjálandi auk Cooks-eyja, en Nýsjálendingar njóta ekki sömu réttinda á Cooks-eyjum. Cooks-eyjar hafa verið aðilar að Kyrrahafssambandinu frá 1980.

Helstu byggðirnar á Cooks-eyjum eru á Rarotonga, þar sem um 13.000 íbúar eru[4] og þar sem Alþjóðaflugvöllurinn á Rarotonga er. Fleiri Cookseyingar búa á Nýja-Sjálandi en Cooks-eyjum, en rúmlega 60.000 íbúa Nýja-Sjálands töldu sig vera Cookseyinga árið 2013.[5]

Ferðaþjónusta er höfuðatvinnuvegur eyjanna sem tóku á móti um 170.000 ferðamönnum árið 2018.[6] Aðrar útflutningsgreinar eru fjármálaþjónusta, perlur, sjávarfang og ávextir.

Remove ads

Landfræði

Cooks-eyjar eru í Suður-Kyrrahafi, norðaustan við Nýja-Sjáland, á milli Frönsku Pólýnesíu og Bandarísku Samóa. Helstu eyjarnar eru 15, en auk þeirra eru tvö rif. Eyjarnar eru dreifðar um 2,2 milljón ferkílómetra hafsvæði og skiptast í tvo meginhópa: Norður-Cooks-eyjar og Suður-Cooks-eyjar.

Norðureyjarnar eru eldri. Þær eru sokkin eldfjöll með kóröllum sem hafa myndað hringrif umhverfis toppinn. Loftslag er blanda af úthafsloftslagi og hitabeltisloftslagi. Frá mars til september eru eyjarnar í leið fellibylja. Þeir helstu síðustu ár eru Martin 1997 og Percy 2004 sem ollu miklu tjóni á eyjunum. Á eyjunum eru tvö vistsvæði: miðpólýnesísku hitabeltisrakaskógarnir og cookseysku hitabeltisrakaskógarnir.

Nánari upplýsingar Hópur, Eyja ...
Remove ads

Stjórnmál

Stjórnsýslueiningar

Á Cooks-eyjum eru eyjaráð á öllum byggðu eyjunum nema Nassau sem heyrir undir Pukapuka (Suwarrow, þar sem aðeins einn umsjónarmaður býr, er ekki talin með byggðum eyjum). Bæjarstjóri fer fyrir hverju ráði.

Ráðin á tíu ytri eyjunum eru:
Thumb Thumb Aitutaki (þar með talin hin óbyggða Manuae)
Thumb Thumb Atiu (þar á meðal hin óbyggða Takutea)
Thumb Thumb Mangaia
Thumb Thumb Manihiki
Thumb Thumb Ma'uke
Thumb Thumb Mitiaro
Thumb Thumb Palmerston
Thumb Thumb Penrhyn
Thumb Thumb Pukapuka (þar á meðal Nassau og Suwarrow)
Thumb Thumb Rakahanga

Neðsta stig stjórnsýslunnar eru þorpsnefndir. Nassau, sem heyrir undir Pukapuka, er með sérstakt eyjaráð sem hefur ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðinu á Pukapuka.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads