Fearless

breiðskífa Taylor Swift frá 2008 From Wikipedia, the free encyclopedia

Fearless
Remove ads

Fearless er önnur breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 11. nóvember 2008 af Big Machine Records í Bandaríkjunum og Kanada, og 9. mars 2009 alþjóðlega. Platan var að mestu samin af Swift meðan hún var að auglýsa sjálftitluðu plötuna sína á árunum 2007–2008. Hún sat einnig í upptökustjórn í fyrsta sinn ásamt framleiðandanum Nathan Chapman.

Staðreyndir strax Breiðskífa eftir Taylor Swift, Gefin út ...

Fearless er kántrí popp plata sem á má finna hefðbundin hljóðfæri sem heyrast í kántrítónlist, líkt og banjó, fiðlur, mandólín, og kassagítara. Hún er innblásin af tilfinningum Swift sem unglingur sem heyrist í textum laganna sem fjalla um rómantík, hugarangur, og vonir.

Eftir útgáfu Fearless hóf Swift tónleikaferðalagið Fearless Tour sem byrjaði í apríl 2009 og stóð yfir fram í júlí 2010. Af plötunni voru gefnar út fimm smáskífur, þar með talið „Love Story“ og „You Belong with Me“ sem nutu mikilla vinsælda á kántrí og popp útvarpsstöðvum. Í Bandaríkjunum dvaldi Fearless 11 vikur á toppi Billboard 200 og var viðurkennd sem demantsplata af Recording Industry Association of America (RIAA). Hún komst í topp 5 á listum í Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálandi, og Bretlandi, og hefur selst í 12 milljón eintökum á heimsvísu.

Fearless vann í flokknum plata ársins (Album of the Year) á Country Music Association-verðlaununum og Academy of Country Music-verðlaununum árið 2009, og hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu ársins (Album of the Year) og besta kántrí platan (Best Country Album) árið 2010. Í kjölfar deilna um eignarrétt tónlistar Swift árið 2019, gaf hún út endurútgáfu af plötunni, Fearless (Taylor's Version), þann 9. apríl 2021.[1]

Remove ads

Lagalisti

Nánari upplýsingar Nr., Titill ...
Nánari upplýsingar Nr., Titill ...
Nánari upplýsingar Nr., Titill ...
Nánari upplýsingar Nr., Titill ...
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads