Ferdinand Marcos

Einræðisherra á Filippseyjum (1917-1989) From Wikipedia, the free encyclopedia

Ferdinand Marcos
Remove ads

Ferdinand Emmanuel Edralin Marcos eldri (11. september 1917 – 28. september 1989) var filippeyskur stjórnmálamaður sem var forseti Filippseyja frá 1965 til 1986. Hann réð sem einræðisherra[1] með herlögum frá 1972 til 1981.[2] Ríkisstjórn hans var alræmd fyrir spillingu,[3][4][5] eyðslusemi[6][7][8] og hrottaskap gagnvart borgurum.[9][10]

Staðreyndir strax Forseti Filippseyja, Forsætisráðherra ...

Marcos barðist í seinni heimsstyrjöldinni með Bandaríkjunum og kvaðst vera „heiðraðasta stríðshetja Filippseyja“.[11] Þó hefur komið í ljós að margar sögur sem Marcos sagði af stríðsferli sínum voru uppspuni[12][13][14][15][16] og margar skýrslur Bandaríkjahers lýstu því yfir að frásagnir hans af hlutverki sínu í stríðinu væru „falskar“ og „fáránlegar“.[17]

Marcos var í fyrstu héraðslögmaður og vann á fulltrúadeild filippseyska þingsins frá 1949 til 1959 og á öldungadeildinni frá 1959 til 1965. Hann var kjörinn forseti árið 1965 og ríkti við mikinn hagvöxt við byrjun tuttugu ára valdatíðar sinnar.[18] Við lok valdatíðar hennar var hins vegar mikil fátækt í Filippeyjum og ríkið umvafið erlendum skuldum.[19][20][21] Marcos lýsti yfir herlögum í Filippseyjum þann 23. september 1972[22][23][24], endurritaði stjórnarskrána, þaggaði niður í fjölmiðlum[25] og beitti ofbeldi gegn andófsmönnum,[26] múslimum, kommúnistum,[27] og almennum borgurum.[28] Herlögin voru staðfest af 90.77% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1973 en deilt hefur verið um lögmæti atkvæðagreiðslunnar.[29][30]

Almenn óánægja leiddi til þess að kallað var til kosninga árið 1986. Ásakanir um kosningasvindl, pólitísk óreiða og mannréttindabrot leiddu til þess að Macros var komið frá völdum í febrúar 1986.[31] Ronald Reagan Bandaríkjaforseti ráðlagði Marcos að segja af sér til þess að forðast vopnuð átök í Manila á milli stuðningsmanna og andstæðinga Marcosar.[32] Marcos flúði í kjölfarið til Havaí.[33] Við Marcos tók Corazon Aquino sem forseti, en hún var ekkja stjórnarandstöðuforingjans Benigno Aquino sem hafði verið myrtur eftir að hafa snúið aftur til Filippseyja.[31][34][35][36]

Heimildir greina frá því að Marcosarfjölskyldan hafi á stjórnartíð sinni stolið andvirði um fimm til tíu milljarða Bandaríkjadala úr ríkissjóði Filippseyja.[37][38][39][40] Marcosarfjölskyldan lifði lúxuslífi með almannafénu[37][39][41][42] frá 1965 til 1986. Eiginkona Marcosar, Imelda Marcos, varð einnig alræmd vegna eyðslusemi hennar og samstarfs síns við eiginmanninn.[43][44][45][46][47][48] Börn þeirra, Imee Marcos og Bongbong Marcos, eru enn virk í filippeyskum stjórnmálum. Bongbong var kjörinn forseti landsins árið 2022.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads