Joe Johnson

From Wikipedia, the free encyclopedia

Joe Johnson
Remove ads

Joe Marcus Johnson (fæddur 29. júní 1981) er bandarískur fyrrum atvinnumaður í körfubolta. Eftir að hafa leikið háskólabolta með Arkansas í tvö ár þá lék hann 18 tímabil í NBA-deildinni með sjö liðum. Hann var sjö sinnum valinn í Stjörnuleik NBA og skoraði á ferlinum yfir 20 þúsund stig.[1]

Staðreyndir strax Persónulegar upplýsingar, Fæðingardagur ...

Johnson lék með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta árið 2006 þar sem liðið vann brons. Hann lék aftur með liðinu í undankeppninni fyrir Ameríkuleikana árið 2021 og undankeppninni fyrir HM árið 2022.[1]

Eftir að NBA ferlinum lauk keppti Johnson í BIG3 deildinni, sem er 3 á móti 3 deild á vegum Ice Cube,[2][3] og einnig í The Basketball Tournament, sem er 5 á móti 5, útsláttarkeppni í körfubolta þar sem sigurliðið hlýtur stór peningaverðlaun.[4]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads