Johnny Depp
bandarískur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Remove ads
John Christopher Depp II, þekktastur sem Johnny Depp, (fæddur 9. júní 1963) er bandarískur leikari.

Depp fæddist í Owensboro, Kentucky en var alinn upp í Flórída. Hann hætti í skóla í von um að ná frama sem rokkstjarna þegar hann var fimmtán ára. Hann var í mörgum bílskúrsböndum þar á meðal The Kids.
Hann byrjaði fyrst að leika eftir heimsókn til L.A með þáverandi konu sinni, Lorian Alison sem kynnti hann fyrir leikaranum Nicolas Cage. Frumraun hans í kvikmyndageiranum var A Nightmare on Elm Street árið 1984. Hann skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók við af „Jeff Yagher“ í hlutverkinu sem leynilögreglan Tommy Hanson í vinsælu sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street.
Þegar hann hitti Tim Burton var hann búinn að leika í nokkrum unglingamyndum en fyrsta myndin sem hann lék í þar sem Tim Burton var leiksstjóri var Edward Scissorhands. Í kjölfar velgengni kvikmyndarinnar fór hann að velja hlutverk sem koma gagnrýnendum og áhorfendum á óvart. Hann hélt áfram að fá góða gagnrýni og auka vinsældir með því að taka aftur þátt í kvikmynd með Tim Burton sem aðalhlutverkið í myndinni Ed Wood það var árið 1994. árið 1997 lék hann leynilögreglumann hjá FBI í myndinni Donnie Brasco sem var byggð á raunverulegum atburðum, hann lék á móti Al Pacino. Árið 1998 lék hann í Fear and Loathing in Las Vegas. Árið 1999 lék hann í vísindaskáldsögu- og hryllingsmyndinni The Astronaut's Wife. Sama ár þá lék hann aftur í mynd sem Tim Burton leiksstýrði myndin hét Sleepy Hollow. Depp hefur leikið margar persónur á ferlinum, þar á meðal sjóræningjann Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean myndunum.
Hann hefur verið tilnefndur til 92 verðlauna en unnið 37 af þeim. Þar á meðal hefur hann verið tilnefndur til Óskarsverðlauna þrisvar sinnum.
Remove ads
Einkalíf
Depp á tvö börn með fyrrum eiginkonu sinni, Vanessu Paradis.
Árið 2022 komst í hámæli dómsmál Depps gegn Amber Heard, leikkonu sem hann var giftur um tveggja ára skeið. Heard sakaði Depp um heimilisofbeldi og fór hann í meiðyrðamál við hana vegna ummæla sem hún lét falla um hann. Depp vann málið.[1]
Kvikmyndir
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads