Likud
Ísraelskur stjórnmálaflokkur From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Likud (á hebresku: הליכוד, umritað HaLikud, ísl. Samstæðan eða Bandalagið) er ísraelsk stjórnmálahreyfing, sem í upphafi var kennd við miðjustefnu með skýrum skírskotunum til hægristefnu.[13]
Remove ads
Meðlimur Likud-bandalagsins nefnist í daglegu tali likudnik (לִכּוּדְנִיק) og er það heiti er myndað með viðskeytinu -nik, en það er upprunalega fengið að láni úr slavneskum málum. Það er löng hefð fyrir viðskeytinu í jiddískum orðasamsetningum og fyrir áhrif þeirrar tungu, sem Askhenazi gyðingar hafa verið mæltir á síðan á 9. öld, á þróun nútímahebresku hefur slavneska viðskeytið -nik öðlast mikilvægan sess í hebresku — aðalþjóðtungu Ísraelsmanna.[14]
Remove ads
Saga
Árið 1973 varð Likud til undir stjórn Ariels Sharon og Menachem Begin við samruna eftirtalinna hreyfinga, sem allar störfuðu í andstöðu við Verkamannaflokkinn.
Flokkur | Nafn á hebresku | Latnesk umritun |
Þjóðarlisti David Ben-Gurion | רשימה ממלכתית | Reshima Mamlakhtit |
Frjálslyndi flokkurinn | מפלגה ליברלית ישראלית | Miflaga Libralit Yisraelit |
Frelsisflokkurinn | חרות | Herut |
Hreyfing um stækkun Ísraels | התנועה למען ארץישראל השלמה | HaTenu'a Lema'an Eretz Yisrael HaSheleima |
Frjálsa miðjuhreyfingin | המרכז החופשי | HaMerkas HaChofschi |
Samyrkjubú
Þrátt fyrir að einhver áðurnefndra framboða hafi verið orðuð við hægrisinnaða þjóðernisstefnu, ekki síst í anda zíonískrar endurskoðunarstefnu, þá var Likud-hreyfingin stofnuð í því skyni að starfa sem veraldlegur samvinnuflokkur á miðju stjórnmálanna. Strax frá upphafi var höfuðáherslan lögð á miðjupólitík og samvinnu félaga og hreyfinga, sem margar tilheyrðu — ólíkt Likud — hægri vængnum. Hreyfingin komst greiðlega til valda í þessu samkrulli miðju- og hægristefnu, en ísraelsk samvinnufélög eru fjölbreyttari en víða. Þekktasta félagaformið eru samyrkjubúin, sem langflest þekkjast ýmist sem kibbutz (קיבוץ) eða moshav (מושב) og íbúarnir kibbutznik (קִבּוּצְנִיק)[15] og moshavnik (מוֹשַׁבְנִיק).[16] Í fyrstu kosningum Likud til löggjafarþingsins Knesset hlaut flokkurinn 30,2% fylgi.[17]
Gengi í löggjafakosningum
Í næstu Knesset-kosningum 1977 vann Likud stórsigur með 33,4% fylgi, 43 þingsætum og stærstan part 9. áratugarins hélt bandalagið hreinum meirihluta í ríkisstjórn. Þær kosningar eru jafnan sagðar hafa valdið straumhvörfum í sögu ísraelska löggjafans Knesset[18], en þá náði hægriflokkur í fyrsta skipti hreinu kjöri gegn ríkjandi vinstristjórninni sem þá var á fleti á Knesset. Réði þar miklu að Likud, í félagi við hægriflokka, hafði lagt fram róttækar tillögur sem gerðu samvinnuhreyfingunni kleift að umbreyta starfsemi sinni úr sjálfsþurftarbúskap í arðbær framleiðslufyrirtæki.
Eftir kosningarnar árið 1992 varð þó að stokka upp sætaskipan á Knesset, þar sem Verkamannaflokkurinn var kjörinn með meirihluta. Fór svo að mynduð var stjórn Verkamannaflokks, Meretz (sósíal-demókratísk, græn vinstrihreyfing), Yiud (skammlíf stjórnmálahreyfing) og Shas (gyðingleg últra-rétttrúnaðar stjórnmálahreyfing). Það sem talin er örlagabreytan í þeim kosningum var samstarf fyrrverandi pólitískra erkifjenda, Yitzhak Rabin og Símonar Peres. Þannig fór að Yitzhak Rabin var settur forsætisráðherra þegar stjórnin var sett 13. júlí 1992. Tíð hans í stóli forseta varði þó skammt, en þann 4. nóvember 1995 var Rabin myrtur og Peres settur forseti í hans stað. Þegar gengin var friðarganga í Tel Aviv til stuðnings Oslóarsáttmálanum skaut ísraelski þjóðernissinninn Yigal Amir hann til bana.
Kosningar með breyttu sniði
Um miðjan 10. áratuginn voru ísraelsk stjórnmál í uppnámi. Til að forða upplausn eða annars konar óstöðugleika voru kosningarnar 1996 framkvæmdar með gerbreyttu sniði. Fyrri venjan, að kjósa til löggjafa án persónukjörs um þjóðhöfðingja, þótti ekki nógu vel til þess fallin að stuðla að pólitískum stöðugleika. Þannig var í fyrsta sinn kosið í fyrsta sinn til löggjafarþingsins, annars vegar, og í embæti forsetans, hins vegar. Frambjóðandi Likud — Benjamín „Bibi“ Netanjahú — sigraði þar fráfarandi forsetann Shimon Peres úr Verkamannaflokknum með minna en 1% mun — 50,5% gegn 49,5%. Verkamannaflokkurinn hélt þó kjöri á Knesset og skipaði því Likud stjórnarandstöðu með forsætisráðherrann fremstan í fylkingu. Netanjahú sat til 1999 og tilkynnti að hann hygðist setjast í helgan stein frá stjórnmálum. Næstu tvö árin gegndi Netanjahú stöðu yfirráðgjafa hjá ísraelska fjarskiptatækniþróunarfélaginu BATM.[19][20]
Endurkoma Sharons
Brotthvarf Netanjahú úr pólitík varð til þess að hinn aldni upphafsmaður Likud-bandalagsins, Ariel Sharon, settist í stól formanns. Bandalagið tapaði fyrir flokknum Yisrael Ahat undir stjórn Ehud Barak árið 1999. Fljótlega fóru þó vinsældir Barak dvínandi og árið 2001 sigraði Sharon stórsigur fyrir Likud. Það vakti verðskuldaða heimsathygli þegar Sharon sigraði með fjórðungi fleiri atkvæða, en þá fjölgaði þingsætum Likud um 19. Velgengnin varði þó skammt, því í kjölfar kosninga til löggjafarþings 2003 varð upplausn innan Likud, sem varð til þess að Ariel Sharon færði sig í flokk Kadima.
Afhroð til Knesset
Í löggjafarþingskosningunum 2006 galt Likud slíkt afhroð, að þingsætum flokksins á Knesset (löggjafarþinginu) fækkaði á einu bretti um 26. Áður en kosið var til löggjafans að nýju árið 2009 þurftu Likud-menn að hagræða innra starfi og ytri ímynd. Til þess var einn fráfarinna formanna flokksins, Benjamín 'Bibi' Netanjahú — þá á eftirlaunum, fenginn aftur til síns gamla starfa. Benjamin lét hendur standa fram úr ermum, þar sem endurheimta þurfti þingsæti.
Þegar kosið var að nýju 2009 var hinn fráfarni snúinn aftur sem formaður, endurheimti 15 þingsæti og stofnaði til samsteypustjórnar með hægri flokkunum Yisrael Beiteinu og Shas.
Remove ads
Forysta
Sitjandi þingmenn
|
|
|
Tilvísanir
Ítarefni
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads