Gulfura

From Wikipedia, the free encyclopedia

Gulfura
Remove ads

Gulfura (fræðiheiti: Pinus ponderosa[2][3][4]) er mjög stór furutegund með breytilegt búsvæði í vesturhluta N-Ameríku. Þetta er útbreiddasta furutegundin í N-Ameríku.[5]

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...

Hún var fyrst kynnt til nútíma vísinda 1826 í austur Washington nálægt núverandi staðsetningu Spokane (en hún er opinbert einkennistré bæjarins). Þá greindi David Douglas hana sem Pinus resinosa. Douglas áttaði sig 1829, á að hann væri með nýja furutegund meðal eintaka sinna og gaf henni nafnið Pinus ponderosa[6] vegna þungs viðarins. 1836 var því formlega skráð og lýst af Charles Lawson, skoskum ræktunarmanni.[7] Það er formlegt ríkistré Montana.[8]

Remove ads

Lýsing

Thumb
Pinus ponderosa í Idaho

Gulfura er stórt tré. Börkurinn hjálpar til við að aðgreina þessa tegund frá öðrum tegundum. Fullorðin til öldruð tré eru með gulan til rauðgulan börk í breiðum til mjög breiðum flögum með svörtum sprungum. Yngri tré eru með svarbrúnan börk. Gulfuru undirtegundirnar fimm, þekkjast á einkennandi skær-grænum nálunum (samanber blágrænar á Pinus jeffreyi). [9][10][11]

Mönnum ber ekki alveg saman um lyktina af gulfuru, en það er meir eða minna terpentína (aðallega terpenarnir alpha- og beta-pinenes, og delta-3-carene).[12] Sumir vilja meina að hún hafi enga einkennandi lykt.[13]

Stærð

„The National Register of Big Trees“ telur gulfuru sem nær 72m hæð og 820sm í ummál.[14] Janúar 2011 var gulfura í Rogue River–Siskiyou National Forest í Óregon var mæld með laser og reyndist 81.79 m há. mælingin var gerð af Michael Taylor og Mario Vaden, frá Oregon. Tréð var klifið 13 október 2011, af „Ascending The Giants“ (trjáklifurfyrirtæki í Portland, Oregon) mælt beint með málbandi; 81.77 m á hæð.[15][16] Þetta gerir gulfuru aðra hæstu furutegundina eftir Pinus lambertiana.

Remove ads

Vistfræði og útbreiðsla

Thumb
Undirtegundin P. p, scopulorum, Custer State Park í Suður-Dakota

Gulfura er almennt fjallategund. Hinsvegar, finnst hún á bökkum Niobrara-ár í Nebraska. Stakir lundir eru í Willamette-dal í Oregon og í Okanagan-dal og Puget-sundi í Washingtonfylki. Lundir eru í lágum dölum í Bresku-Kólumbíu norður að vatnasvæði Thompson, Fraser og Columbia áa. Gulfura þekur 80%,[17] Black Hills í Suður-Dakota. Hún finnst í lágum fjöllum og toppum meðalhárra fjalla í norður, mið og suður, Klettafjöllum, í Fossafjöllum, í Sierra Nevada, og í hafrænum svæðum Strandfjöll. Í Arizona, er hún ríkjandi í Mogollon Rim og dreifð á Mogollon Plateau og meðalháum fjallatoppum í Arizona og New Mexico. Hún vex ekki í Mexíkó.[18]

Brunahringrás fyrir gulfuru er 5 til 10 ár, þar sem náttúruleg íkviknun hefur skógarelda með litlum skaða.[19]

Nálar Pinus ponderosa eru eina þekkta fæða lirfu gelechiid fiðrildisins Chionodes retiniella.[20] Grosmannia clavigera smitast í við P. ponderosa úr göngum allra tegunda ættkvíslarinnar Dendroctonus, sem hefur gert mikinn skaða (Bandaríkjunum).

Remove ads

Tilvísanir

Ytri tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads