Taxodium

From Wikipedia, the free encyclopedia

Taxodium
Remove ads

Taxodium er ættkvísl einnar þriggja mjög flóðaþolinna barrtrjáa í grátviðarætt, (Cupressaceae). Ættkvíslarheitið er dregið af latneska fræðiheitinu taxus, fyrir "ývið", og gríska orðinu εἶδος (eidos), sem þýðir "sem líkist."[1] Innan ættarinnary, Taxodium er skyldust Glyptostrobus (Glyptostrobus pensilis) og Cryptomeria (Cryptomeria japonica).

Staðreyndir strax Taxodium Tímabil steingervinga: Snið:Fossil range, Vísindaleg flokkun ...

Tegundir Taxodium eru frá suðurhluta meginlands Norður-Ameríku og þær eru lauffellandi í norðurhlutanum og hálfsígrænar í sunnantil. Þetta eru stór tré, að 30 til 46 m há og 2 til 3 m (einstaka sinnum 11 m) í þvermál. Barrnálarnar eru 0,5 til 2 sm langar, í skrúfgang eftir greininni, undnar í grunninn svo að þær eru í flötum röðum sitt hvorum megin á sprotanum. Könglarnir eru hnattlaga, 2 til 3,5 sm í þvermál, með 10 til 25 köngulskeljum, hver með 1 til 2 fræjum; þau þroskast á 7 til 9 mánuðúm eftir frjóvgun, þegar þeir sundrast til að sleppa fræjunum. Frjókönglarnir eru í hangandi klösum, og losa frjókornin snemma vors. Taxodium tegundir mynda "pneumatophores", eða sýprusrætur , þegar þær vaxa í eða við vatn; þessir útvextir sem standa upp úr vatninu eru sagðir hjálpa rótarkerfinu við að anda. Önnur kenning er að þær beini jarðvegi að trénu svo það fái enn meiri rótarfestu og næringu

Remove ads

Tegundir

Það eru þrjár núlifandi tegunudir af Taxodium en sumir grasafræðingar telja þær bara eina eða tvær, og eru hinar þá afbrigði. Þær eru frábrugðnar í búsvæði en blandast þar sem þær vaxa nálægt hver annarri.

Nánari upplýsingar Mynd, Fræðiheiti ...


Áður taldar með

Thumb
“Sýprushné” við útflæði, Wee Tee-vatn, South Carolina


Remove ads

Þróun

Thumb
Steingert lauf af Taxodium dubium, 8 millj. ára gamalt, Hambach, Þýskalandi

Forsögulega var Taxodium mun algengari á norðurhveli en hann er nú. Elstu steingerfingarnir eru frá síðla Krít í Norður-Ameríku. Tegundin var í Evrópu þangað til fyrir 2,5 milljón árum síðan (Plíósentímabilið).[3]

Sjá einnig

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads