1676
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 1676 (MDCLXXVI í rómverskum tölum) var 76. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Ísland
Fædd
Dáin
Opinberar aftökur
- Galdramál: Jón Pálsson frá Kaldrananesi dæmdur til húðláts og að níu galdrablöð sem hann átti væru brennd fyrir nösum hans.[heimild vantar]
- Árni Jónsson, 39 ára, hengdur í Borgarfjarðarsýslu, fyrir þjófnað.[1]
Erlendis

- 29. janúar - Fjodor 3. varð Rússakeisari.
- 29. mars - Providence, Rhode Island, var eyðilögð af frumbyggjum.
- 22. apríl - Fransk-hollenska stríðið: Sjóorrusta við Sikiley þar sem Frakkland og bandalag Hollands og Spánar misstu hvort um sig 500 menn.
- 1. júní: Skánska stríðið: Svíar töpuðu fyrir Hollendingum og Dansk-norska ríkinu í orrustu við Öland.
- 2. júlí - Hafið var að flytja frumbyggja úr Massachusetts og Rhode Island og selja á sem þræla.
- 17. júlí - Eiturmálið komst í hámæli í Frakklandi þegar Marie-Madeleine-Marguerite d'Aubray var tekin af lífi fyrir að hafa myrt föður sinn og bræður með eitri.
- 17. ágúst - Svíar unnu sigur á dansk-norska ríkinu við Halmstad.
- 21. september - Benedetto Odescalchi varð Innósentíus 11. páfi.
- Desember - Ole Rømer, sýndi fram á að ljóshraði er endanlegur.
Ódagsettir atburðir
- Ritið Mono-syllaba Is-landica â Jona Rvgman Collecta eftir Jónas Rugman kom út í Uppsölum.
- Anton van Leeuwenhoek uppgötvaði örverur.
Fædd
- 27. mars - Frans 2. Rákóczi, Transylvaníufursti (d. 1735).
- 23. apríl - Friðrik 1. Svíakonungur (d. 1751).
- 26. ágúst - Robert Walpole, breskur stjórnmálamaður (d. 1745).
- Christian Gyldencrone, amtmaður á Íslandi og Færeyjum. (d. 1746)
Dáin
- 14. janúar - Francesco Cavalli, ítalskt tónskáld (f. 1602).
- 29. janúar - Alexis 1. Rússakeisari (f. 1629).
- 5. júlí - Carl Gustaf Wrangel, sænskur marskálkur (f. 1613).
- 22. júlí - Klemens 10. páfi (f. 1590).
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads