1629
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 1629 (MDCXXIX í rómverskum tölum) var 29. ár 17. aldar sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Ísland
- Eldgos varð í Grímsvötnum.
Fædd
- Þorkell Arngrímsson, læknir og prestur í Görðum á Álftanesi (d. 1677).
Dáin
Erlendis

- 4. mars - Massachusettsflóanýlendan fékk konungsleyfi. Um 350 Púritanar sigldu síðar frá Englandi. Þetta var fyrsta enska nýlendan í Ameríku.
- 10. mars - Karl 1. Englandskonungur leysti breska þingið upp og hóf ellefu ára harðstjórnina þar sem ekkert þing var.
- 22. maí - Kristján 4. Danakonungur samdi um frið við Albrecht von Wallenstein með Lýbikusáttmálanum sem batt endi á afskipti Dana af Þrjátíu ára stríðinu.
- 4. júní - Skip Hollenska Austur-Indíafélagsins, Batavia, strandaði á rifi undan vesturströnd Ástralíu. Um 300 af 341 komust í land og einn áhafnarinnar, Jeronimus Cornelisz, leiddi þar ógnarstjórn í 4 mánuði þar sem 125 manns voru myrtir og konur settar í kynlífsþrælkun. Cornelisz var hengdur þegar hjálp barst.
- 28. júní - Loðvík 13. batt enda á uppreisn Húgenotta. Þeir hlutu trúfrelsi en töpuðu landsvæði og völdum.
- 19. júlí - Samuel de Champlain, leiðtogi Nýja Frakklands gafst upp og lét Englendingum eftir Quebec-borg.
- 19. ágúst - Áttatíu ára stríðið: Hollendingar náðu borginni Wesel af Spánverjum.
- 7. september - Stríð Englands og Spánar: Spánverjar eyðilögðu ensku nýlenduna St. Kitts.
- 25. september - Stríð Póllands og Svíþjóðar endaði með friðarsamningum.
- 22. desember - Go-Mizunoo Japanskeisari sagði af sér embætti og dóttir hans Meishō tók við.
Ódagsettir atburðir
- Spánverjar reistu Santo Domingo-virki á Formósu.
- New Hampshire varð bresk nýlenda.
Fædd
- Janúar - Gabriel Metsu, hollenskur listmálari (d. 1667).
- 9. mars - Alexis 1. Rússakeisari (d. 1676).
- 14. apríl - Christiaan Huygens, hollenskur vísindamaður (d. 1695).
- 17. ágúst - Jóhann 3. Sobieski, Póllandskonungur (d. 1696).
- 20. desember - Pieter de Hooch, hollenskur listmálari (d. 1684).
Dáin
- 19. janúar - Abbas mikli, Persakonungur (f. 1571).
- 30. janúar - Carlo Maderno, svissneskur arkitekt (f. 1556).
- 18. júní - Piet Heyn, hollenskur sjóliðsforingi (f. 1577).
- 2. október - Jeronimus Cornelisz, áhafnarmeðlimur hollenska skipsins Batavia.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads