1673
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 1673 (MDCLXXIII í rómverskum tölum) var 73. ár 17. aldar sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Ísland
Fædd
Dáin
- 6. janúar - Gísli Vigfússon, skólameistari í Hólaskóla, (f. 1637)
- 10. ágúst - Jón Arason, skáld og prófastur í Vatnsfirði og skólameistari í Skálholtsskóla. (f. 1606)
- Vigfús Árnason, prestur í Skálholti (f. 1600)
- Sigfús Egilsson, skólameistari í Hólaskóla, dómkirkjuprestur á Hólum í Hjaltadal. (f. 1600)
Opinberar aftökur
- Bjarni Sveinsson hálshogginn á Alþingi fyrir blóðskömm, eftir að valda þungun stjúpdóttur sinnar, Sigríðar Þórðardóttur. Bjarni játaði fyrir aftökuna að hafa nauðgað stúlkunni. Henni var drekkt ári síðar, á Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu, til refsingar vegna sömu atvika.
- Eyjólfur Arason hengdur í Húnavatnsþingi fyrir þjófnað. Hann var 38 ára, sagður „frækinn“ og „listamaður“.
- Guðrúnu Skaftadóttur Hamri á Hjarðarnesi drekkt í Vaðalsá, Vestur-Barðastrandarsýslu, fyrir dulsmál.[1]
Remove ads
Erlendis

- 1. maí - Frank-kanadíski verslunarmaðurinn Louis Joliet og franski jesúítatrúboðinn og könnuðurinn Jacques Marquette hófu að kanna Mississippi-fljót og Vötnin miklu.
- 7. júní - Þriðja stríð Englands og Hollands: Fyrsta orrustan við Schooneveld átti sér stað þar sem Hollendingar sigruðu enska og franska flotann undir stjórn Róberts Rínarfursta.
- 14. júní - Önnur orrustan við Schooneveld þar sem hollenski flotinn sigraði sameinaðan flota Englendinga og Frakka í annað skipti.
- 6. júlí - Franskur her lagði Maastricht undir sig.
- 11. júlí - Holland og Danmörk gerðu með sér varnarsamning.
- 9. ágúst - Hollensk skip náðu New York-borg aftur á sitt vald.
Ódagsettir atburðir
Fædd
Dáin
- 17. febrúar - Molière, franskt leikskáld, (hneig niður á sviði) (f. 1622).
- 17. ágúst - Regnier de Graaf, hollenskur læknir (f. 1641).
- 13. október - Christoffer Gabel, höfuðsmaður Færeyja (f. 1617).
- 15. desember - Margaret Cavendish, enskur rithöfundur (f. 1623).
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads