Reuven Rivlin
Forseti Ísraels From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Reuven „Ruvi“ Rivlin (f. 9. september 1939) er ísraelskur stjórnmálamaður og lögfræðingur sem var tíundi forseti Ísraels. Hann er meðlimur í Likud-bandalaginu og var forseti frá árinu 2014 til ársins 2021. Rivlin var samgöngumálaráðherra frá 2001 til 2003 og var síðan forseti Knesset-þingsins frá 2003 til 2006 og aftur frá 2009 til 2013.[1]
Rivlin hefur talað fyrir því að Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gasaströndinni fái full ísraelsk ríkisborgararéttindi í stækkuðu Ísraelsríki.[2] Rivlin er ötull stuðningsmaður réttinda minnihlutahópa, sér í lagi arabískra Ísraela.[3][4] Hann styður eins ríkis lausn á landamæradeilum Ísraels og Palestínu. Rivlin talar arabísku reiprennandi.[5][6]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads