Tim Walz

bandarískur stjórnmálamaður From Wikipedia, the free encyclopedia

Tim Walz
Remove ads

Timothy James Walz (f. 6. apríl 1964) er bandarískur stjórnmálamaður, fyrrum kennari og fyrrum hermaður sem að hefur gegnt embætti fylkisstjóra Minnesota frá árinu 2019 fyrir Demókrataflokkinn.[1] Tim var varaforsetaefni Kamölu Harris í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2024, þar sem að þau lutu í lægra haldi fyrir Donald Trump og JD Vance.

Staðreyndir strax Fylkisstjóri Minnesota, Vararíkisstjóri ...

Tim var hermaður fyrir Bandaríkjaher á árunum 1981 til 2005 áður en að hann sneri sér að stjórnmálum. Hann bauð sig fram sem fulltrúardeildarþingmaður fyrir Minnesota í þingkosningunum 2006 þar sem að hann náði hann kjöri og tók við embætti 3. janúar 2007. Árið 2018 tilkynnti Tim að hann myndi ekki gefa kost á sér á ný í þingkosningunum 2018 og að hann myndi frekar bjóða sig fram í embætti fylkisstjóra Minnesota. Tim vann sigur í fylkistjórakosningunum árið 2018 og náði endurkjöri í kosningum 2022. Hann lét af embætti sem fulltrúardeildarþingmaður þann 3. janúar 2019 og tók við embætti fylkisstjóra Minnesota 7. janúar 2019. Þann 6. ágúst 2024 tilkynnti Kamala Harris að hann myndi vera varaforsetaefni hennar í forsetakosningunum sama ár.[2] Langflestar skoðanakannanir fyrir kosningarnar sýndu að meiri lýkur væru á sigri Harris og Walz og mælidst Tim mjög vinsæll varaforsetaefni og mun vinsælli en JD Vance, varaforsetaefni Repúblikana. Tim hefur lýst áhuga á að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningum 2028 en hefur ekki staðfest neitt í þeim efnum. [3]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads