Tonga
From Wikipedia, the free encyclopedia
Tonga (áður þekkt sem „Vináttueyjar“), opinberlega Konungsríkið Tonga (tongska: Puleʻanga Fakatuʻi ʻo Tonga), er pólýnesískt land og eyjaklasi sem nær yfir 169 eyjar, þar af 36 byggðar.[1] Samanlögð stærð eyjanna er um það bil 750 ferkílómetrar og þær dreifast um 700.000 ferkílómetra hafsvæði í Suður-Kyrrahafi. Árið 2021 voru íbúar Tonga 104.494 talsins.[2] 70% þeirra búa á eyjunni Tongatapu.
Konungsríkið Tonga | |
Pule'anga Fakatu'i 'o Tonga Kingdom of Tonga | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Ko e Otua mo Tonga ko hoku tofi'a (tongska) Guð og Tonga eru mín arfleifð | |
Þjóðsöngur: Koe Fasi Oe Tu'i Oe Otu Tonga | |
![]() | |
Höfuðborg | Núkúalófa |
Opinbert tungumál | tongska og enska |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn |
Konungur | Tupou 6. |
Forsætisráðherra | Pohiva Tuʻiʻonetoa |
Sjálfstæði | |
• frá Bretlandi | 4. júní 1970 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
175. sæti 748 km² 4 |
Mannfjöldi • Samtals (2021) • Þéttleiki byggðar |
199. sæti 104.494 139/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2019 |
• Samtals | 0,655 millj. dala |
• Á mann | 6.496 dalir |
VÞL (2019) | 0.725 (104. sæti) |
Gjaldmiðill | panga (TOP) |
Tímabelti | UTC+13 |
Þjóðarlén | .to |
Landsnúmer | +676 |
Eyjar Tonga raðast á um það bil 800 km langa línu frá norðri til suðurs. Næstu eyjar eru Fídjieyjar og Wallis- og Fútúnaeyjar í norðvestri, Samóa í norðaustri, Nýja-Kaledónía og Vanúatú í vestri, Niue í austri og Kermadec-eyjar í suðvestri. Tonga er um 1.800 km frá Norðurey Nýja-Sjáland.
Frá 1900 til 1970 var Tonga breskt verndarríki. Bretar sáu um utanríkismál Tongverja samkvæmt vináttusamningi, en Tonga lét fullveldi sitt aldrei af hendi. Árið 2010 tók stjórn Tonga skref í átt frá hefðbundnu einveldi að þingbundinni konungsstjórn, eftir lagabreytingar sem leiddu til fyrstu þingkosninga landsins.
Árið 2022 varð gríðarstórt eldgos í Hunga Tonga-eldstöðinni sem myndaði flóð og höggbylgju út um allan heim.
Heiti
Á mörgum pólýnesískum málum, þar á meðal tongsku, er orðið tonga dregið af fakatonga sem merkir „suðurátt“. Eyjaklasinn er nefndur svo af því hann er syðsti eyjaklasinn í miðhluta Pólýnesíu.[3] Orðið tonga er skylt havaíska orðinu kona sem merkir „hléborðs“ og kemur fyrir í nafni Konaumdæmis.[4]
Tonga varð þekkt á Vesturlöndum sem „Vináttueyjar“ af því skipstjórinn James Cook hlaut vinsamlegar viðtökur þegar hann kom þangað fyrst árið 1773. Þegar hann kom stóð hin árlega inasi-hátíð yfir sem gengur út á að gefa konungi eyjanna, Tu'i Tonga, fyrstu ávextina, svo Cook fékk boð um að mæta á hátíðina. Samkvæmt rithöfundinum William Mariner hugðust leiðtogar eyjarskeggja raunar drepa Cook á hátíðinni, en hættu við því þeir gátu ekki sammælst um hernaðaráætlun.[5]
Stjórnmál
Stjórnsýslueiningar

Tonga skiptist í fimm héruð sem aftur skiptast í 23 umdæmi.
Nafn | Aths. | Höfuðstaður | Stærð (km2) | Stærð byggðra eyja (km2) | Íbúar (manntal 2016) | Þéttleiki byggðar (íbúar/km2) |
---|---|---|---|---|---|---|
Tongatapu | hluti af Tongatapu-eyjum | Núkúalófa | 275.5 | 272 | 74.611 | 274 |
Vavaʻu | Neiafu | 161 | 131,3 | 13.738 | 92,7 | |
Haʻapai | Pangai | 132.11 | 114,2 | 6.125 | 50,2 | |
ʻEua | hluti af Tongatapu-eyjum | 'Ohonua | 88.3 | 88 | 4.945 | 56,8 |
Ongo Niua | undir beinni stjórn Núkúalófa | Hihifo | 72 | 71.9 | 1,232 | 17.8 |
Tonga | Núkúalófa | 728.8 | 677,4 | 100.651 | 142,1 |
Mínervurif eru almennt talin tilheyra Tonga, en þau heyra ekki undir neitt umdæmi.
Íþróttir
Rúbbí er þjóðaríþrótt Tongabúa og hefur landslið Tonga sex sinnum komist í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í greininni frá árinu 1987. Bestur var árangurinn árin 2007 og 2011 þegar Tonga vann tvær af fjórum viðureignum sínum í riðlakeppninni en komst í hvorugt skiptið áfram.
Greinar sem sverja sig í ætt við rúbbí njóta margar hverjar vinsælda á Tonga. Má þar nefna ástralskan fótbolta, ellefu manna rúbbí (rugby league) og bandarískan ruðning, en íþróttamenn frá Tonga hafa keppt í NFL-deildinni.
Mikil hefð er fyrir bardagaíþróttum á Tonga. Súmóglíma, júdó og hnefaleikar eru allt dæmi um það.
Tonga sendi fyrst keppendur á Ólympíuleikana í Los Angeles 1984 og hefur tekið þátt síðan. Í Atlanta 1996 vann landið til sinna fyrstu og einu verðlauna þegar hnefaleikakappinn Paea Wolfgramm fékk silfurverðlaun í hnefaleikum. Hann hóf í kjölfarið atvinnumannaferil með takmörkuðum árangri. Á vetrarólympíuleikunum 2014 og 2018 tefldi Tonga fram einum keppanda, í sleðabruni. Þátttaka hans varð harðlega gagnrýnd, þar sem hann breytti nafni sínu í Bruno Banani fyrir leikana í samræmi við nafn aðalstyrktaraðila hans, nærfataframleiðanda frá Þýskalandi.
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.