Borgarstjórn Reykjavíkur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Borgarstjórn Reykjavíkur
Remove ads

Borgarstjórn Reykjavíkur er lýðræðislegur vettvangur kjörinna fulltrúa íbúa Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn ber ábyrgð því að framfylgja þeim málefnum sem ríkið hefur falið sveitarstjórnum.

Thumb
Borgarstjórn Reykjavíkur fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Borgarstjórn skipar borgarstjóra og skipar í nefndir á sínum vegum sem sjá um daglegan rekstur borgarinnar. Fulltrúar í borgarstjórn kallast borgarfulltrúar og eru 23 talsins. Kosið er til borgarstjórnar í almennum kosningum á fjögurra ára fresti, þannig ekki er hægt að kjósa aftur áður en kjörtímabil er liðið líkt og með Alþingi. Reglulegir fundir borgarstjórnar fara fram á fyrsta og þriðja þriðjudegi hvers mánaðar.[1]

Remove ads

Völd borgarstjórnar

Samkvæmt 8. grein sveitarstjórnarlaga fer borgarstjórn með stjórn Reykjavíkurborgar samkvæmt ákvæðum þeirra og annarra laga. Stjórnin hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna borgarinnar og sér um framkvæmd þeirra verkefna sem sveitarfélagið annast. Fyrir borgarstjórn fer forseti borgarstjórnar. Borgarstjórn kýs borgarstjóra sem er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn kýs jafnframt sjö fulltrúa í borgarráð og aðra sjö til vara, en ráðið fer með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins með borgarstjóra.[2]

Remove ads

Núverandi

Ellefu framboðslistar voru í kjöri í borgarstjórnarkosningum 14. maí 2022. Þeir voru: B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, E-listi Reykjavík - besta borgin, F-listi Flokks fólksins, J-listi Sósíalistaflokks Íslands, M-listi Miðflokksins, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingarinnar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Y-listi Ábyrgrar framtíðar.

Sjálfstæðisflokkur hlaut 6 borgarfulltrúa, Samfylking 5, Framsóknarflokkur 4, Píratar 3, Sósíalistaflokkur Íslands 2, Viðreisn 1, Flokkur fólksins 1 og Vinstrihreyfingin grænt framboð 1. Næsti maður inn væri fimmti fulltrúi Framsóknarflokks á kostnað Sósíalistaflokkur Íslands, en munaði 319 atkvæðum þar á. Vantaði Miðflokknum 843 atkvæði til að ná manni inn[3]. Önnur framboð fengu innan við 1% atkvæða. Fyrsti fundur nýrrar borgarstórnar var haldinn 7. júní 2022.

Þann 6. júní 2022 var kynntur nýr meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sem samtals hlutu 13 borgarfulltrúa. Samfylking, Píratar og Viðreisn, leifar af gamla meirihlutanum, höfðu myndað með sér bandalag um að ganga saman til meirihlutaviðræðna en Samfylking, Framsókn og Píratar hefðu getað myndað 12 fulltrúa meirihluta. Vinstri græn höfðu gefið út að þau myndu ekki ganga í samstarf með gamla meirihlutanum.[4] Í nýjum meirihlutasáttmála var meðal annars lögð áhersla á húsnæðisátak í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, á Hlíðarenda, í Gufunesi og á Ártúnshöfða, viðhaldsátak í leik- grunn- og frístundahúsnæði, að hefða gerð umhverfismats vegna Sundabrautar, að stofna framkvæmdarnefnd um þjóðarhöll, að hækka frístundastyrk, endurvekja næturstrætó og framkvæmdir við Hlemmtorg[5].

Nánari upplýsingar Flokkur, Listi ...
Sjá Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík#2022 og Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022#Reykjavík fyrir nánari útlistun úrslita kosninganna.
Nánari upplýsingar röð, nafn ...


Remove ads

Fyrrverandi meirihlutar

Á árunum 1930-2018 voru borgarfulltrúar 15 og því þurfti 8 eða fleiri til að mynda meirihluta:

123456789101112131415
1930-1934 Sjálfstæðisflokkurinn

Meirihluti

Alþýðu­flokkurinn Framsókn
1934-1938 Kommúnistaflokkurinn Framsókn
1938-1942 Sjálfstæðisflokkurinn

Meirihluti

Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn
1942-1946 Sjálfstæðisflokkurinn

Meirihluti

Alþýðu­flokkurinn Sósíalistaflokkurinn
1946-1950 Alþýðu­flokkurinn Framsókn
1950-1954 Alþýðu­flokkurinn Framsókn
1954-1958 Sósíalistaflokkurinn Framsókn Þjóðvarnarflokkurinn
1958-1962 Sjálfstæðisflokkurinn

Meirihluti

Alþýðu­flokkurinn
1962-1966 Sjálfstæðisflokkurinn

Meirihluti

Alþýðu­flokkurinn Alþýðubandalagið Framsókn
1966-1970 Sjálfstæðisflokkurinn

Meirihluti

Alþýðu­flokkurinn
1970-1974 Alþýðu­flokkurinn Alþýðubandalagið Framsókn
1974-1978 Sjálfstæðisflokkurinn

Meirihluti

Alþýðu­flokkurinn Alþýðubandalagið Framsókn
1978-1982 Sjálfstæðisflokkurinn Alþýðu­flokkurinn


Meirihluti

Alþýðubandalagið

Meirihluti

Framsókn

Meirihluti

1986-1990 Sjálfstæðisflokkurinn

Meirihluti

Alþýðubandalagið Alþýðu­flokkurinn Framsókn Kvennalistinn
1990-1994 Sjálfstæðisflokkurinn

Meirihluti

Alþýðubandalagið Alþýðu­flokkurinn
1994-1998 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurlistinn

Meirihluti

1998-2002
2002-2006 Sjálfstæðisflokkurinn Frjálslyndir
2006-2010 Sjálfstæðisflokkurinn

Meirihluti 11. júní 2006 - 16. október 2007
Meirihluti 24. janúar 2008 - 21. ágúst 2008
Meirihluti 21. ágúst 2008 - 29. maí 2010

Frjálslyndir

Meirihluti 16. október 2007 - 24. janúar 2008
Meirihluti 24. janúar 2008 - 21. ágúst 2008

Samfylkingin

Meirihluti 16. október 2007 - 24. janúar 2008

Vinstri grænir

Meirihluti 16. október 2007- 24. janúar 2008

Framsókn

Meirihluti 11. júní 2006 - 16. október 2007
Meirihluti 16. október 2007 - 24. janúar 2008
Meirihluti 21. ágúst 2008 - 29. maí 2010

2010-2014 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin

Meirihluti

Besti flokkurinn

Meirihluti

Vinstri grænir
2014-2018 Sjálfstæðisflokkurinn
Merki Samfylkingarinnar Samfylking

Meirihluti

Björt framtíð

Meirihluti


Píratar Meirihluti

Vinstri grænir

Meirihluti

Framsókn


Remove ads

Eftir 2018


Frá árinu 2018 hafa borgarfulltrúar verið 23 talsins og því þarf 12 eða fleiri til að mynda meirihluta:

1234567891011121314151617181920212223
2018-2022 Sjálfstæðisflokkur


Merki Samfylkingarinnar Samfylking

Meirihluti


Píratar
Meirihluti


Viðreisn
Meirihluti

Merki Sósíalistaflokks Íslands

Sósíalistar


Miðflokkur

Merki Flokks fólksins

Flokkur
fólksins


Vinstri
græn
Meirihluti

2022-2025 Sjálfstæðisflokkur


Merki Samfylkingarinnar Samfylking

Meirihluti


Píratar
Meirihluti


Viðreisn
Meirihluti

Merki Sósíalistaflokks Íslands

Sósíalistar

Merki Flokks fólksins

Flokkur
fólksins


Vinstri
græn

Merki Framsóknar

Framsókn
Meirihluti


Remove ads

Sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu 2006 - 2010

Frá 11. júní 2006 til 16. október 2007 mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn meirihluta og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri. Upp úr því samstarfi slitnaði haustið 2007 vegna deilna um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Frá 16. október 2007 til 24. janúar 2008 mynduðu allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur meirihluta með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra. Upp úr því samstarfi slitnaði hinn 24. janúar 2008 þegar Ólafur F. Magnússon myndaði meirihluta með sjálfstæðismönnum og settist sjálfur í stól borgarstjóra, en honum hafði fundist hlutur sinn í fyrra samstarfi heldur rýr. Ýmsir örðugleikar gerðu þó einnig vart við sig í því samstarfi og skoðanakannanir gáfu til kynna að nýi meirihlutinn missti sífellt fylgi. Síðsumars slitu sjálfstæðismenn svo samstarfinu og mynduðu nýjan meirihluta með framsóknarmanninum Óskari Bergssyni hinn 21. ágúst 2008, en þá varð Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, sá fjórði á kjörtímabilinu.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads