Juniperus

From Wikipedia, the free encyclopedia

Juniperus
Remove ads

Einir (Juniperus) er ættkvísl barrtrjáa. [1] af Einisætt Cupressaceae. Á milli 50 til 67 tegundir eru taldar til ættkvíslinnar sem vex víða á norðurhveli, frá norðurheimskauti suður að frumskógum Afríku í Gamla heiminum, og til fjalla í Mið-Ameríku og Ziarat í Pakistan. Sá einiskógur sem vex hæst til fjalla er í 4,900 metrum í suðaustur Tíbet og norður Himalajafjöllum, og myndar eina hæstu trjálínu jarðar.[2]

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tegundir ...
Remove ads
Remove ads

Lýsing

Thumb
Könglar(ber) og nálar á Juniperus communis

Einitegundir eru breytilegar í stærð og lögun; frá stórum trjám 20–40m háum, til súlulaga eða jarðlægum runnum. Þær eru sígrænar með nállaga og/eða hreisturkennd blöð. Þær geta verið með einbýli eða tvíbýli. Köngulhreistrin eru samvaxin og kjötkennd. Slíkt aldin nefnist berköngull. Köngullinn/berið er 4–27mm langt, með 1–12 óvængjuð fræ. Á sumum tegundum eru þessi ber rauðbrún eða appelsínugul en á flestum eru þau blá; þau eru oft ilmrík og geta verið notuð sem krydd. Þroski fræsins er breytilegur eftir tegundum, frá 6 til 18 mánuðum eftir frjóvgun. Karlkyns könglarnir líkjast öðrum af Einisætt (Cupressaceae), með 6–20 hreisturflögur.


Thumb
Juniperus chinensis sprotar, með æskustigs (nállaga) blöð (vinstri), og fullorðins blöð og óþroskaða köngla (hægri)

Margar einitegundir (t.d. J. chinensis, J. virginiana) hafa tvær gerðir blaða: smáplöntur og sumar greinar eldri trjáa hafa nállaga blöð 5–25mm langar; og blöðin á fullvöxnum plöntum eru (oftast) smá 2–4mm, hreisturlaga.

Á nokkrum tegundum (t.d. J. communis, J. squamata), öll blöðin eru af ungplöntu nálarformi, með engum hreisturlaga blöðum.

Nálarblöð einis eru hörð og beitt, sem gerir hann óþægilegan í meðförum. Þetta getur verið mikilvægt til greiningar á smáplöntum sem líkjast annars lífviði (Cupressus, Chamaecyparis) og öðrum skyldum tegundum.

Remove ads

Flokkun

Thumb
Eininálar, stækkaðar. vinstri, Juniperus communis (Juniperus sect. Juniperus nálar með liðamót við grunn). hægri, Juniperus chinensis (Juniperus sect. Sabina; ath. nálarnar renna mjúklega við stofn, ekki liður).
Thumb
Juniperus phoenicea á El Hierro, Kanaríeyjar
Thumb
Juniperus virginiana í október með fullþroskuð ber.
Thumb
Ber og fræ.
Thumb
Juniperus occidentalis var. australis, Sierra Nevada, Rock Creek Canyon, Kaliforníu.
Thumb
Juniperus communis viðarbútar með U.S. penny til samanburðar, sýnir mjóa árhringina.

Fjöldi tegunda er umdeildur, með tvær nýlegar rannsóknir sem gefa upp mismunandi heildartölu, Farjon (2001) viðurkennir 52 tegundir, og Adams (2004) 67 tegundir. Einiættkvíslinni er skift í nokkrar undirættkvíslir, þó (sérstaklega meðal hreisturlaufs tegundum) hvaða tegund telst til hvaða undirættkvíslar er enn óvíst, með rannsóknir enn í gangi. Undirættkvíslin Juniperus er augljós monophyletic hópur samt.[heimild vantar]

Remove ads

Ræktun og nytjar

Einiber eru krydd sem er notað í mikinn fjölda rétta og er best þekkt sem aðal bragðefnið í gini (og ábyrg fyrir nafni drykksins, sem er stytting á hollenska nafninu á eini, genever). Einiber eru einnig aðalbragðefnið á líkjörnum Jenever og sahti-stíl af bjór. Einiberjasósa er einnig vinsæl erlendis til að bragðbæta villibráð.


Heimildir

Loading content...

Tilvísanir

Loading content...

Ytri tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads