Knattspyrnufélag Akureyrar
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Knattspyrnufélag Akureyrar (K.A.) er íþróttafélag á Akureyri. Hjá KA er boðið upp á að stunda fjölmargar íþróttagreinar m.a blak, handbolta, júdó, knattspyrnu, lyftingar og fimleika.
- Fyrir nánari upplýsingar um knattspyrnudeild KA, sjá greinina um Knattspyrnudeild KA
Knattspyrnulið KA leikur efstu deild karla í knattspyrnu og varð Íslandsmeistari í knattspyrnu árið 1989, en Íslandsmeistartitilinn hefur aldrei farið lengra frá höfuðborgarsvæðinu. KA varð bikarmeistar 2024.
K.A. er kallað „Akureyrarstoltið“ enda sigursælasta félag Akureyrar.
Remove ads
Saga K.A.
Knattspyrnufélag Akureyrar var stofnað 8. janúar 1928 á heimili hjónanna Margrétar og Axels Schiöth bakara, að Hafnarstræti 23, með það að leiðarljósi að efla íþróttaiðkun á Akureyri. Að stofnun félagsins komu: Alfred Lillendahl, Arngrímur Árnason, Eðvarð Sigurgeirsson, Einar Björnsson, Georg Pálsson, Gunnar H. Kristjánsson, Helgi Schiöth, Jón Sigurgeirsson, Jónas G. Jónsson, Karl L. Benediktsson, Kristján Kristjánsson og Tómas Steingrímsson.
Remove ads
Íþróttamenn K.A.
Árlega er kosið um íþróttamann ársins hjá félaginu. Kjörinu er lýst á afmæli félagsins sem er þann 8. janúar. Vernharður Þorleifsson júdókappi hefur unnið titilinn oftast eða sjö sinnum. Íþróttamenn sem hlotið hafa þann heiður eru:
*Ekki var kosið árin 1951-1967 og 1972-1987.
Remove ads
Knattspyrna
Meistaraflokkur karla
- Sjá nánari umfjöllun á greininni Knattspyrnudeild KA
Meistaraflokkur kvenna
- Sjá nánari umfjöllun á greininni Þór/KA
Þór Akureyri og KA hafa haft samstarf um sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna undir merkjum Þór/KA síðan 1999. KS kom inn í samstarfið 2001 og hét liðið Þór/KA/KS þangað til KS gekk úr því eftir 2005 tímabilið.
Tengill
|

Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads