Mick Schumacher

From Wikipedia, the free encyclopedia

Mick Schumacher
Remove ads

Mick Schumacher (fæddur 22. mars 1999) er þýskur akstursíþróttamaður sem keppir í FIA World Endurance Championship fyrir Alpine. Schumacher keppti í Formúlu 1 frá 2021 til 2022.

Staðreyndir strax Fæddur, Ættingjar ...

Schumacher er fæddur og uppalinn í Sviss. Hann er sonur sjöfalda heimsmeistarans í Formúlu 1 Michael Schumacher. Hann byrjaði að keppa í go-kart ungur og undir dulnefnunum Mick Betsch og Mick Junior. Hann átti góðan feril í yngri formúlu keppnum og vann Formúlu 3 mótaröðina 2018[1] og Formúlu 2 árið 2020.[2]

Schumacher var í Ferrari ökumanns akademíunni frá 2019, hann var prufu ökumaður fyrir Alfa Romeo og Haas árið 2020 og skrifaði undir sem ökumaður hjá Haas 2021 og varð þá liðsfélagi Nikita Mazepin.[3] Frumraun hans í Formúlu 1 var í Barein kappakstrinum 2021 með Haas. Liðið skoraði ekki eitt stig á tímabilinu og var besti árangur Schumacher tólfta sæti í Ungverjalandi. Schumacher hélt sætinu sínu fyrir 2022 og var liðsfélagi Kevin Magnussen.[4] Schumacher skoraði fyrsta stigið sitt í Breska kappakstrinum 2022,[5] hans besti árangur var sjötta sæti í Austurríki.[6] Eftir röð stórra árekstra var honum sleppt frá Haas eftir 2022 tímabilið.[7] 2023 varð hann varaökumaður fyrir Mercedes og McLaren,[8] hann sagði skilið við báðar stöður árið 2024.[9]

Schumacher færði sig yfir í FIA World Endurance Championship árið 2024 með Alpine,[10] hann náði fyrsta verðlaunapallinum í 6 klukkustundir af Fuji.[11]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads