1631
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
1631 (MDCXXXI í rómverskum tölum) var 31. ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ísland
- Jón lærði Guðmundsson dæmdur útlægur fyrir galdrakukl.
- Árni Oddsson varð lögmaður sunnan og austan.
Fædd
- 11. nóvember - Gísli Þorláksson, Hólabiskup (d. 1684).
Dáin
- 10. febrúar - Gísli Hákonarson, lögmaður í Bræðratungu (f. 1583)
Erlendis

- 13. janúar - Þrjátíu ára stríðið: Svíar sömdu um að fá 400 þúsund ríkisdali árlega frá Frakklandi gegn því að nota 36 þúsund manna herlið í innrás í Þýskalandi.
- 3. apríl - Svíar lögðu Frankfurt an der Oder undir sig.
- 20. mars - Bandalag kaþólskra ríkja hóf umsátur um Magdeburg sem stóð í 2 mánuði.
- 4. maí - Svíar gerðu bandalag með Brandenburg.
- 20. maí - Pappenheim greifi og Tilly rændu og brenndu þýsku borgina Magdeburg í Þrjátíu ára stríðinu. Um 20.000 íbúar borgarinnar voru drepnir af herjum keisarans.
- 30. maí - Gazette de France, fyrsta vikulega dagblað Frakklands, var fyrst gefið út.
- 20. júní - Sjóræningjar frá Barbaríinu undir stjórn Murat Reis (Jan Janszoon) rændu borgina Baltimore á Írlandi.
- 16. júlí - Gústaf Adolf 2. Svíakonungur náðu yfirráðum yfir Würzburg. Þar höfðu farið fram miklar nornabrennur þar sem sem nálægt 1000 voru brennd á báli.
- Ágúst - Tilly réðist inn í Saxland.
- 1. september - Svíþjóð gerði bandalag við Saxland.
- 12. september - Áttatíu ára stríðið: Spænski flotinn vann sigur á þeim hollenska við strendur Brasilíu. Daginn eftir unnu Hollendingar sigur á Spánverjum við strendur Hollands og sökktu yfir 80 skipum.
- 17. september - Gústaf Adolf 2. Svíakonungur vann sigur á hersveitum Tillys í orrustunni við Breitenfeld.
- 22. september - Svíar lögðu Erfurt undir sig.
- 10. október - Saxneskur her hertók Prag.
- 17. nóvember - Svíar lögðu Frankfurt am Main undir sig.
- 16. desember - Vesúvíus gaus.
Remove ads
Fædd
- 1. janúar - Katherine Philips, ensk-velskt skáld (d. 1664).
- 22. febrúar - Peder Syv, danskur þjóðsagnasafnari (d. 1702).
- 15. júní - Jens Juel, danskur stjórnmálamaður (d. 1700).
- 24. júlí - Jónas Trellund (Jonas Jensen Trellund), dansk/hollenskur kaupmaður sem starfaði á Íslandi (d. 1681)
- 19. ágúst - John Dryden, enskur rithöfundur (d. 1700).
- 14. desember - Anne Conway, enskur heimspekingur (d. 1679).
Remove ads
Dáin
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads