7. júní

dagsetning From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

7. júní er 158. dagur ársins (159. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 207 dagar eru eftir af árinu.

MaíJúníJúl
SuÞrMiFiLa
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930
2025
Allir dagar

Atburðir

  • 1329 - Davíð 2. varð Skotakonungur við andlát föður síns, Róberts 1.
  • 1494 - Spánn og Portúgal skrifuðu undir samkomulag sem skipti Nýja heiminum milli þessara tveggja landa.
  • 1610 - Eftirlifandi landnemar í Jamestown ákváðu að yfirgefa nýlenduna og snúa aftur til Englands.
  • 1640 - Sláttumannaófriðurinn hófst í Katalóníu.
  • 1654 - Loðvík 14. var krýndur konungur Frakklands.
  • 1673 - Þriðja stríð Englands og Hollands: Fyrsta orrustan við Schooneveld átti sér stað þar sem Hollendingar sigruðu enska og franska flotann undir stjórn Róberts Rínarfursta.
  • 1692 - Skriðuföll í kjölfar jarðskjálfta eyddu stórum hluta borgarinnar Port Royal á Jamaíku.
  • 1800 - David Thompson komst að upptökum Saskatchewan-ár í Manitóba.
  • 1832 - Asísk kólera drap um 6.000 manns í suðurhéruðum Kanada.
  • 1862 - Bandaríkin og Bretland ákváðu að hætta þrælasölu.
  • 1863 - Mexíkóborg var hertekin af Frökkum.
  • 1904 - Íslandsbanki hinn eldri tók til starfa. Bankinn hafði einkarétt á seðlaútgáfu og starfaði til ársins 1930.
  • 1906 - Breska farþegaskipið Lusitania var sjósett.
  • 1914 - Fyrsta skipið sigldi í gegnum Panamaskurðinn.
  • 1929 - Vatíkanið og Ítalía viðurkenndu fullveldi hvers annars með Lateransamningunum.
  • 1935 - Pierre Laval varð forsætisráðherra Frakklands.
  • 1938 - Douglas DC-4 var flogið í fyrsta sinn.
  • 1940 - Hákon 7. Noregskonungur, Ólafur krónprins og norska ríkisstjórnin fóru frá Tromsø og dvöldust í útlegð í London á meðan styrjöldin stóð.
  • 1941 - Bandaríkin sendu 5000 manna herlið til Íslands.
  • 1945 - Hákon 7. Noregskonungur sneri aftur til Noregs með fjölskyldu sinni, eftir fimm ár í útlegð í Bretlandi.
  • 1951 - Í Fossvogskirkjugarði var afhjúpað minnismerki um þá 212 bresku hermenn, sem létust á Íslandi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.
  • 1970 - Tonga fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
  • 1975 - Gríska þingið samþykkti að afnema konungsríkið og stofna lýðveldi.
  • 1979 - Fyrstu almennu Evrópukosningarnar hófust í níu aðildarríkjum Evrópubandalagsins.
  • 1982 - Priscilla Presley opnaði Graceland almenningi. Baðherbergið þar sem Elvis Presley lést fimm árum áður var þó haft lokað.
  • 1986 - Sjóminjasafn Íslands var opnað í Hafnarfirði í tengslum við Þjóðminjasafnið.
  • 1988 - Anna-Greta Leijon sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í Svíþjóð eftir að upp komst að hún hafði stutt einkarannsókn útgefandans Ebbe Carlsson á morðinu á Olof Palme.
  • 1989 - 176 fórust þegar Surinam Airways flug 764 hrapaði í Paramaribo.
  • 1990 - Skemmtigarðurinn Universal Orlando var opnaður í Flórída.
  • 1992 - Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja, skip sem gat flutt 480 farþega og 62 fólksbíla í ferð.
  • 1992 - Eldur kom upp í hallarkapellunni í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn.
  • 1996 - Hópur frá IRA myrti rannsóknarlögreglumanninn Jerry McCabe við misheppnað bankarán í Adare í Limerick-sýslu.
  • 1997 - Tölvunotandi með notandanafnið _eci gaf út kóða hugbúnaðar sem var síðar þekktur sem WinNuke.
  • 1998 - Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu 4 sveitarfélaga á Suðurlandi.
  • 1998 - Sveitarfélagið Fjarðabyggð varð til við sameiningu Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar.
  • 1998 - Allir hreppar í Vestur-Húnavatnssýslu sameinuðust í Húnaþing vestra.
  • 1998 - Álftaneshreppur, Borgarhreppur og Þverárhlíðarhreppur sameinuðust Borgarbyggð.
  • 1998 - Dalvíkurkaupstaður, Svarfaðardalshreppur og Árskógshreppur sameinuðust í Dalvíkurbyggð.
  • 1998 - Kjalarneshreppur sameinaðist Reykjavík.
  • 1998 - Austur-Hérað varð til við sameiningu Egilsstaðabæjar, Eiðahrepps, Hjaltastaðarhrepps, Skriðdalshrepps og Vallahrepps.
  • 1998 - Borgarastyrjöldin í Gíneu-Bissá hófst þegar Ansumane Mané tók völdin í herskála í Bissá.
  • 1998 - James Byrd Jr. var barinn til bana af þremur hvítum mönnum í Jasper, Texas.
  • 1998 - Ítalski hjólreiðamaðurinn Marco Pantani sigraði Giro d'Italia í fyrsta skipti.
  • 2001 - Tony Blair var endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands.
  • 2006 - Abu Musab al-Zarqawi, einn helsti leiðtogi Al-Kaída í Írak, lét lífið í loftárás Bandaríkjamanna í Baqouba í Írak.
  • 2008 - Evrópumót í knattspyrnu, EM 2008, var haldið í Austurríki og Sviss. Því lauk 29. júní.
Remove ads

Fædd

Remove ads

Dáin


Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads