SG-hljómplötur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
SG-hljómplötur var útgáfufyrirtæki tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests (1926 - 1996) en það stofnaði hann árið 1964. Alls gaf fyrirtækið út 80 litlar, 45-snúninga (45 r.p.m.) hljómplötur og 180 stórar hæggengar 33 snúninga (Long-Playing) hljómplötur þau 20 ár sem fyrirtækið starfaði.


Remove ads
Sagan
Árið 1992 kom út hjá bókaútgáfunni Fróða bókin Hugsað upphátt þar sem Svavar rekur æviskeið sitt. Þar fjallar hann meðal annars um skemmtiþætti sem hann hafði í Útvarpinu á árunum 1963 - 1964 þar sem hann fékk nokkra söngvara úr karlakórnum Fóstbræðrum til að flytja lagasyrpur til skemmtunar.
Þessi plata kom svo út 1964 og varð metsöluplata. Þar með var grunnurinn að SG hljómplötum lagður og brátt óx fyrirtækið í eitt af stærstu útgáfufyrirtækum landsins með marga fremstu listamenn þjóðarinnar á sínum snærum, svo sem; Elly Vilhjálms, Ragnar Bjarnason, Vilhjálm Vilhjálmsson, Ómar Ragnarsson, Savanna tríóið og Hljóma.
Önnur fyrirtæki í tónlistarútgáfu voru á þessum tíma um það bil að hætta eða höfðu dregið verulega úr starfsemi sinni. Fyrirtæki Tage Ammedrup Íslenzkir tónar hafði hætt útgáfu og Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur, sem hafði gefið út plötur undir merkinu HSH var að hætta. Fálkinn sem var umsvifamikill í plötuútgáfu hafði dregið seglin saman þannig að Svavar varð nánast einráður á markaðnum og SG-hljómplötur blómstruðu.
Remove ads
Fyrri útgáfur
Svavar hafði reynslu af útgáfu frá fyrri tíð því hann og Kristján Kristjánsson stofnuðu Músikbúðina árið 1953. Auk verslunarreksturs stóðu þeir í útgáfu hljómplatna undir nafninu Tónika og gáfu út um tuttugu plötur fram til ársins 1956 er fyrirtækið hætti.
Stúdíó SG-hljómplatna
Í byrjun árs 1975 hefja Svavar Gests og Pálmi Stefánsson (Tónaútgáfan) í Tónabúðinni Akureyri samstarf um að koma á fót hljóðupptökuverum í Reykjavík og á Akureyri. Pálmi innréttar sitt í gömlu tveggja hæða reykhúsi að Norðurgötu 2B á Akureyri. Hann hefur keypt tvö Revox- segulbandstæki og sex rása hljóðblöndunartæki (mixing console) af breskri gerð, Alice, og hyggst hefja upptökur með vorinu. Svavar opnar sitt í Ármúlanum í samstarfi við Sigurð Árnason úr Náttúru sem verður aðal upptökumaður. Frá árinu 1975 - 1984 eru flest allar SG hljómplötur teknar upp í stúdíóinu.
SG útgáfan
Þar sem Svavar var sjálfur tónlistarmaður (lék á trommur, víbrafón og xylafon (-kallaður sílafónn)) og hafði hlustað mikið á allar tegundir tónlistar, litaðist útgáfan eðlilega af fjölbreytni. Dægurtónlist, popp, einsöngur, kórar, barnalög, gamanefni og rímur er nokkuð af því mikla efni sem rataði á SG–hljómplötur.
Íslenzkir tónar
Árið 1974 seldi Tage Ammendrup, Íslenzka tóna ásamt útgáfurétti þeim sem fyrirtækinu fylgdi til SG hljómplatna. Á árunum 1977 - 1981 gaf Svavar svo út nokkrar plötur á merki Íslenzkra tóna með fram eigin útgáfu.
- ÍT-001-002 - 30 vinsæl lög frá 1950 til 1960 – Ýmsir - 1977
- ÍT-003 – Leikbræður – Leikbræður - 1977
- ÍT-004-005 - Endurútgáfa á lögum með Sigurði Ólafssyni frá árunum 1952-57 – Sigurður Ólafsson - 1978
- ÍT-006 - Sigfús Halldórsson syngur eigin lög – Sigfús Halldórsson - 1978
- ÍT-007-008 - 30 vinsælustu söngvararnir 1950-75 – Ýmsir - 1978
- ÍT-009-010 - Manstu gamla daga - Alfreð Clausen - 1980
SG-hljómplötur leggja árar í bát
Þegar Svavar hafði gefið út plötur í fimmtán ár við góðan orðstýr skutu tvö ný fyrirtæki upp kollinum og gerðu sig gildandi. Það voru fyrirtækin Steinar og Skífan sem höfðu púlsinn á unga fólkinu og náðu til sín markaðinum á skömmum tíma. Hlutur Svavars varð því öllu rýrari og 1984 ákveður hann að hætta:
Íslensk tónlistarsaga
Hlutur Svavars Gests og SG hljómplatna í íslenskri tónlistarsögu er ómetanlegur. Hér hafa varðveist verk listamanna sem annars hefðu orðið hít tímans að bráð og gleymst. Ýmsar hljómsveitir, einsöngvara, kóra, gamanmál, ljóð, þjóðlög, jólaefni, leikrit, barnalög og rímur er hér að finna þrykkt í vinyl komandi kynslóðum til gagns og gleði.
Útgáfuréttur
Útgáfuréttinn á SG-hljómplötum og Íslenskum Tónum sem Svavar átti, seldi hann til fyrirtækisins Steinars en í dag er rétturinn í eigu Senu, sem á útgáfuréttinn að öllu efni sem SG-hljómplötur gaf út. Sena hefur veitt góðfúslegt leyfi sitt fyrir birtingu SG umslaga og hljóðdæma. Synir Svavars þeir Nökkvi og Máni hafa veitt góðfúslegt leyfi fyrir birtingu á efni úr bók Svavars Hugsað upphátt.
- Fyrsta litla platan sem SG hljómplötur gaf út var fjögura laga jólaplata árið 1964.
- Hljómar slógu í gegn með þessari plötu árið 1965 og fengu viðurnefnið "Íslensku Bítlarnir".
- Ómar Ragnarsson hefur alltaf verið náttúruunnandi og 1965 skellti hann sér í óbyggðaferð.
- Dátar voru alvöru "Beat" hljómsveit árið 1966.
- Stórskáldið Steinn Steinarr las eigin ljóð inn á plötu árið 1967. Umslagið er gert af málaranum Kristjáni Davíðssyni.
- Lagið "Á sjó" varð frægt á svipstundu árið 1965 og er eitt vinsælasta sjómannalag allra tíma. Lagið er erlent en textann samdi fréttamaðurinn og útgefandinn Ólafur Ragnarsson.
- Dívan Elly Vilhjálms syngur hér fjögur lög, meðal annars "Ég veit þú kemur" eftir Eyjapeyjana Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ árið er 1968.
- Fyrsta stóra platan frá SG hljómplötum varð til upp úr skemmtiþætti Svavars í útvarpinu 1963-1964. Búinn var til smá kór til að krydda þáttinn og úr varð ein stærsta hljómplötuútgáfa á Íslandi.
- Árið 1966 fór Elly Vilhjálms til London og söng uppáhalds tónlistina sína inn á plötu.
- Hið sígilda ævintýri um "Dýrin í Hálsaskógi" kom út á hljómplötu árið 1967.
- Frægasta tríó Íslands er Savanna tríóið sem söng nokkur bestu laga sinna inn á plötu árið 1968.
- Systkinin Elly og Vilhjálmur fluttu lög eftir "Tólfta september" á stórri plötu árið 1970.
- Rokksveitin Mánar frá Selfossi komu með þessa plötu árið 1971.
- Plata Rósu Ingólfsdóttur; "Rósa" frá 1972 leynir á sér.
Remove ads
Hljómplötulisti
Listinn hér að neðan telur uppsettur 79 litlar plötur 45-snúninga og 176 stórar plötur 33-snúninga. Þetta eru þær plötur sem vitað er með vissu að SG hljómplötur gaf út. Þá eru ótaldar þær snældur (kassettur) sem fyrirtækið gaf út samhliða plötuútgáfunni, einkum á seinni hluta útgáfutímans en listi yfir snældurnar hefur ekki fundist svo þær bíða seinni tíma.
Texti sem fylgir myndum af umslögum er texti af bakhlið hvers umslags. Þar birtist listi yfir nöfn laga ásamt höfundum texta og laga. Upplýsingar um hljóðritun, ljósmyndun, útlit og prentun. Einnig umfjöllun um hljómsveit og lög sem er yfirleitt skrifað af Svavari sjálfum. Að auki fylgir hljóðdæmi hverri plötu. (Smellið á [sýna] til að skoða listann).
Remove ads
Bæklingur með kassettum frá SG hljómplötum
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads