Cambridge-háskóli

Háskóli í Cambridge á Englandi From Wikipedia, the free encyclopedia

Cambridge-háskóli
Remove ads

Cambridge-háskóli (enska University of Cambridge eða Cambridge University) er enskur háskóli í bænum Cambridge á Englandi. Hann er næstelsti háskólinn í enskumælandi landi og er af mörgum talinn annar af tveimur bestu háskólum Bretlands (ásamt Oxford-háskóla) og einn besti háskóli í heimi.

Thumb
Clare College og King's Chapel í Cambridge.

Gamlar heimildir benda til þess að skólinn hafi verið stofnaður af óánægðum fræðimönnum frá Oxford, sennilega árið 1209, í kjölfarið á uppþoti og óeirðum í Oxford þar sem til átaka kom milli háskólamanna og nemenda annars vegar og þorpsbúa hins vegar.

Háskólarnir í Oxford og Cambridge eru oft nefndir einu nafni Oxbridge.

Í skólanum eru á 26. þúsund nemendur, þar af rúmlega 16. þúsund grunnnemar og tæplega 10 þúsund framhaldsnemar. Einkunnarorð skólans eru: Hinc lucem et pocula sacra, sem þýðir (bókstaflega) „Héðan kemur ljós og helgir teygar“ eða (ekki bókstaflega) „Héðan þiggjum við upplýsingu og verðmæta þekkingu“.

Remove ads

Skólar innan skólans

Innan háskólans eru 31 smærri skóli (e. college) sem er að einhverju leyti sjálfstæð stjórnsýslueining en að einhverju leyti lúta þeir sameiginlegri yfirstjórn háskólans.

Nánari upplýsingar Litir, Skóli ...
Remove ads

Markverðir nemendur og kennarar

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads