1619
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 1619 (MDCXIX í rómverskum tölum) var nítjánda ár 17. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Ísland
- Júlí - Herluf Daa var sviptur embætti höfuðsmanns. Frederik Friis tók við en lést skömmu eftir komuna til landsins.
- Einokunarverslunin: Fyrsta íslenska verslunarfélagið fékk einkaleyfi á verslun við Ísland.
- Eldgos varð í Grímsvötnum.
- Halldór Ólafsson varð lögmaður norðan og vestan.
Fædd
Ódagsett
- Þorleifur Jónsson, prestur í Odda. (d. 1690)
- Runólfur Jónsson, skólameistari
- Stefán Ólafsson, skáld í Vallarnesi (d. 1688).
Dáin
Remove ads
Erlendis

- 18. apríl - Mansjúleiðtoginn Nuerhachi vann sigur á Mingveldinu í Orrustunni við Sarhú.
- 30. maí - Hollendingar nefndu borgina Djakarta, „Batavíu“.
- 10. júní - Uppreisnarmenn í Bæheimi biðu ósigur fyrir keisarahernum í orrustunni við Sablat.
- 30. júlí - Burgeisaþingið, fyrsta þing landnema í Norður-Ameríku kom saman í Jamestown, Virginíu.
- 5. ágúst - Þrjátíu ára stríðið: Keisaraherinn beið ósigur fyrir bæheimskum uppreisnarmönnum í orrustunni við Wisternitz.
- 26. ágúst - Öll þing Bæheimsku ríkjanna kusu Friðrik 5. kjörfursta í Pfalz sem konung Bæheims.
- 28. ágúst - Ferdinand 2. var kjörinn keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 8. október - Ferdinand 2. keisari og Maximilían 1. hertogi Bæjaralands gerðu með sér bandalag í München sem fól í sér að Maximilían fengi yfirráð yfir hluta Pfalz.
Ódagsettir atburðir
Fædd
- 24. febrúar - Charles Le Brun, franskur listmálari. (d. 1690)
- 6. mars - Cyrano de Bergerac, franskt skáld (d. 1655).
- 6. ágúst - Barbara Strozzi, ítölsk söngkona og tónskáld (d. 1677).
- 29. ágúst - Jean-Baptiste Colbert, franskur fjármálaráðherra (d. 1683).
- 17. desember - Róbert Rínarfursti, hershöfðingi í Ensku borgarastyrjöldinni og sjóræningi (d. 1682).
- Anne Palles, dönsk kona sem talin var galdranorn. (d. 1693)
Dáin
- 7. janúar - Nicholas Hilliard, enskur listmálari (f. um 1547).
- 4. mars - Anna af Danmörku, drottning Jakobs 1. (f. 1574).
- 20. mars - Matthías keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1557).
- 13. nóvember - Ludovico Carracci, ítalskur listmálari (f. 1555).
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads