1625
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 1625 (MDCXXV í rómverskum tölum) var 25. ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Ísland
- 2. september- 14. september - Eldgos varð í Kötlu. Mikið öskufall varð og fóru tugir bæa í eyði. Þorsteinn Magnússon klausturhaldari í Þykkvabæ skrifaði skýrslu um gosið.
Ódagsettir atburðir
- Á Íslandi var veturinn kallaður Svellavetur.
- Fyrsta galdrabrennan á Íslandi: Jón Rögnvaldson brenndur á Melaeyrum í Svarfaðardal.
- Morðbréfamálið: Ari Magnússon var settur af í erfðamálum sem vörðuðu Hóla.
Fædd
Dáin
Opinberar aftökur
- Galdramál: Jón Rögnvaldsson frá Svarfaðardal í Eyjafjarðarsýlu tekinn af lífi með brennu þar á Melaeyrum, dæmdur fyrir galdra eða „fjölkyngishátt“. Þetta var fyrsta galdrabrennan á Íslandi. Sýslumaður Magnús Björnsson á Munkaþverá sótti málið gegn Jóni.[1]
Remove ads
Erlendis

- 17. janúar - Húgenottar gerðu aðra uppreisn gegn Frakklandskonungi og gerðu skyndiárás á franska flotann.
- 11. febrúar - Hormússund: Flotum Breta og Hollendinga annars vegar og hins vegar Portúgala lenti saman í sjóorrustu á Persaflóa.
- 27. mars - Karl 1. varð konungur Englands, Írlands og Skotlands.
- 9. maí - Danir hófu þátttöku í Þrjátíu ára stríðinu þegar Kristján 4. réðist með her inn í Þýskaland.
- 7. apríl - Albrecht von Wallenstein var skipaður yfirhershöfðingi keisarahers hins Heilaga rómverska ríkis.
- 2. júní - Friðrik af Óraníu var tók við embætti staðarhaldara í Hollandi og Sjálandi.
- 5. júní - Áttatíu ára stríðið: Spænskur her undir stjórn Ambrosio Spinola lagði borgina Breda í Hollandi undir sig.
- 13. júní - Karl 1. gekk að eiga Henríettu Maríu, Frakklandsprinsessu.
- Júlí - Sjóræningjar frá Barbaríinu réðust á suðvestur-England og rændu 60 manns frá Cornwall.
- September-október: Hollendingar gerðu árásir á spænskar og portúgalskar nýlendur, þ.á m. á Púertó Ríkó og Ghana.
- 9. desember - Þrjátíu ára stríðið - Holland og England skrifuðu undir Haag-sáttmálann þar sem hernaðaraðstoð var heitið til Kristjáns 4. Danakonungs í baráttu við Þjóðverja.
Ódagsettir atburðir
- Hollenskir landnemar reistu bæ á Manhattan og kölluðu hann Nýju Amsterdam.
- Höfuðborg Madagaskar, Antananarívó, var stofnuð.
Remove ads
Fædd
- 8. júní - Giovanni Domenico Cassini, ítalskur stjörnufræðingur og verkfræðingur (d. 1712).
- 17. júní - Peder Hansen Resen, danskur sagnfræðingur (d. 1688).
- 13. ágúst - Rasmus Bartholin, danskur vísindamaður (d. 1698).
- 20. ágúst - Thomas Corneille, franskt leikskáld (d. 1709).
- 24. september - Johan de Witt, hollenskur stjórnmálamaður (d. 1672).
Dáin
- 7. mars - Johann Bayer, þýskur stjörnufræðingur (f. 1572).
- 27. mars - Jakob 1., konungur Englands, Írlands og Skotlands (f. 1566).
- 23. apríl - Mórits af Nassá, staðarhaldari í Hollandi (f. 1567).
- 5. júní - Orlando Gibbons, enskt tónskáld (f. 1583)
- Willem Schouten, hollenskur sæfari. (f. 1580)
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads