Kúveit

ríki í Mið-Austurlöndum From Wikipedia, the free encyclopedia

Kúveit
Remove ads

Kúveit (arabíska دولة الكويت‎) er land við strönd Persaflóa með landamæri að Írak og Sádí-Arabíu. 90% útflutningstekna koma af olíu. Íbúafjöldi landsins var talinn vera um 4,3 milljónir árið 2022 en innan við helmingur íbúa eru kúveiskir ríkisborgarar. Yfir helmingur íbúa eru erlendir verkamenn og innflytjendur.

Staðreyndir strax

Til eru menjar um byggð í Kúveit frá Ubaid-tímabilinu (um 6000-3800 f.Kr.). Elstu merki um siglingar með seglum hafa fundist þar. Árið 224 varð Kúveit hluti af veldi Sassanída en árið 633 sigraði Rasídakalífatið Sassanída í Keðjuorrustunni við borgina Kazima í Kúveit. Kúveitborg var stofnuð árið 1613. Árið 1716 settist ættbálkurinn Bani Utbah þar að og um miðja öldina var Sabah bin Jaber kjörinn sjeik. Á 18. öld blómstraði Kúveit sem miðstöð siglinga og verslunar milli Indlands, Múskat, Bagdad og Arabíu. Kúveitborg varð líka miðstöð skipasmíða við Persaflóa. Á síðari hluta 19. aldar var Kúveitborg kölluð „Marseille Persaflóa“. Í upphafi 20. aldar beittu Bretar landið viðskiptaþvingunum vegna stuðnings sjeiksins við Tyrkjaveldi og árið 1919 hóf Ibn Sád stríð Kúveits og Najd þar sem hann vildi leggja landið undir sig. Eftir Síðari heimsstyrjöld blómstraði Kúveit á ný vegna olíuútflutnings og þótti bera af öðrum arabalöndum í frjálslyndum viðhorfum. Árið 1990 gerði Írak innrás sem hratt Fyrra Persaflóastríðinu af stað.

Stjórnarfar í Kúveit er þingbundin konungsstjórn með lýðræðislega kjörið þjóðþing. Landið situr hátt á listum yfir borgararéttindi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði dómstóla. Landið er algjörlega háð olíuútflutningi í efnahagslegu tilliti en síðustu ár hefur stjórnin reynt að renna stoðum undir fjölbreyttara atvinnulíf.

Orðsifjafræði; Al-Kuwayt merkir á gamal-arabísku - littla virkið við ströndina.

Remove ads

Landstjóraumdæmi

Kúveit skiptist í sex landstjóraumdæmi. Hvert umdæmi skiptist svo í fimm kjördæmi.

Nánari upplýsingar Landstjóraumdæmi, Fjöldi kúveiskra ríkisborgara ...
  • a með eyjunum Failaka, Miskan og Auhah
  • b með eyjunum Warbah og Bubiyan
Remove ads

Íþróttir

Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin í Kúveit. Gullöld karlalandsliðs þjóðarinnar var undir lok áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda. Liðið rataði á verðlaunapall í Asíukeppninni þrisvar í röð frá 1976 til 1984, þar af sem meistarar árið 1980. Kúveit komst í fyrsta og eina sinn í úrslitakeppni HM á Spáni 1982, þar sem liðið gerði jafntefli við Tékkóslóvakíu.

Talsverð hefð er fyrir handknattleik í Kúveit og er karlalandsliðið eitt það sigursælasta í Asíu og hefur margoft keppt í úrslitakeppni HM og á Ólympíuleikunum. Kúveit hefur fjórum sinnum unnið Asíuleikana í handbolta karla en einungis Suður-Kórea hefur gert betur.

Kúveit hefur keppt á Ólympíuleikum frá því í Mexíkóborg 1986. Fyrsti íþróttamaðurinn frá Kúveit steig á verðlaunapall í Barcelona 1992 og hlaut brons í tækvondó, en þar sem tækvondó var einungis sýningargrein á leikunum teljast þau verðlaun ekki með. Skotíþróttamaðurinn Fehaid Al-Deehani vann til bronsverðlauna á leikunum í Sidney 2000 og Lundúnum 2012. Það teljast einu formlega viðurkenndu verðlaun Kúveit á Ólympíuleikum. Vegna óstjórnar hjá Ólympíunefnd Kúveit var íþróttafólki landsins ekki heimilað að taka þátt undir sínum merkjum í Ríó 2016 heldur kepptu þau sem óháðir íþróttamenn. Fehaid Al-Deehani vann til gullverðlauna og varð þannig fyrsti óháði íþróttamaðurinn til að fá gull á Ólympíuleikum. Landi hans Abdullah Al-Rashidi fékk brons í skotfimi á sömu leikum. Verðlaununum var vel fagnað í Kúveit og líta heimamenn á þau sem fyrstu gullverðlaun landsins hvað sem bókum Alþjóðaólympíunefndarinnar líður.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads