Ingvar E. Sigurðsson

íslenskur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia

Ingvar E. Sigurðsson
Remove ads

Ingvar Eggert Sigurðsson (f. 22. nóvember 1963), oft nefndur Ingvar E. Sigurðsson, er íslenskur leikari og edduverðlaunahafi. Hann hefur leikið í leikhúsi, útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hann hefur einnig starfað sem handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Ævi

Ingvar fæddist 22. nóvember 1963 í Reykjavík. Árið 1990 útskrifaðist hann úr Leiklistarskóla Íslands. Ári síðar var hann ráðinn til Þjóðleikhússins þar sem hann hefur farið með fjölda hlutverka.[1]

Ferill

Ferill í leikritum

Hlutverk sem Ingvar hefur leikið í Þjóðleikhúsinu eru: Pétur Gaut í Pétur Gautur, Vitju í Kæra Jelena, Tíbalt í Rómeó og Júlíu, Ingimund í Elínu Helgu Guðríði, Scullery í Stræti, Svenna í Kjaftagangi, drenginn í Stund gaupunnar, Leonardó í Blóðbrullaupi, Ormur Óðinsson í Gauragangi, Fernando Krapp í Sönnum karlmanni, Don Carlos í Don Juan, Ketil í Tröllakirkju, Prófstein í Sem yður þóknast, Sergé í Listaverkinu, Túzenbach barón í Þremur systrum og Kládíus konungur í Hamlet.

Ferill í kvikmyndum og þáttum

Nánari upplýsingar Ár, Kvikmynd/Þáttur ...
Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Edduverðlaunin

Ingvar hefur hlotið Edduverðlaunin alls fimm sinnum. Fyrst sem leikari ársins árið 1998 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Slurpurinn & Co. Árið 2000 hlaut hann aftur verðlaun sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt sem Pál í kvikmyndinni Englar alheimsins. Þá hlaut hann verðlaun árið 2004 sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt sem Grímur eldri í Kaldaljós. Hann hlaut sömu verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Erlendur í kvikmyndinni Mýrin árið 2006. Árið 2007 hlaut hann verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Foreldrar.

Gríman

Ingvar hefur hlotið Íslensku leiklistarverðlaunin (Grímuna) tvisvar sinnum. Árið 2006 hlaut hann verðlaunin sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir leik sinn í leikritinu Pétur Gautur. Og árið 2011 sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Íslandsklukkunni

Bodil-verðlaunin

Árið 2023 hlaut Ingvar verðlaun fyrir besta aukahlutverkið í kvikmynd fyrir myndina Volaða land [2]

BSFF kvikmyndahátíðin

Ingvar hlaut belgísku kvikmyndaverðlaunin árið 2025 fyrir besta aðalhlutverkið fyrir kvikmyndina Hringur (O). [3]

Tilvísanir

Tengill

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads