Nelson Goodman

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Nelson Goodman (7. ágúst 190625. nóvember 1998) var bandarískur heimspekingur, einkum þekktur fyrir að fást við merkingu setninga sem fjalla um óraunveruleika, venslafræði og tilleiðsluvandann.

Staðreyndir strax Persónulegar upplýsingar, Fæddur ...

Hann fæddist í Somerville í Maryland í Bandaríkjunum. Hann brautskráðist frá Harvard University árið 1928. Að því loknu rak hann listasafn í Boston í Massachusetts í 11 ár. Goodman hlaut Ph.D.-gráðu í heimspeki árið 1941. Hann gekk í bandaríska herinn og gegndi herþjónustu til loka síðari heimsstyrjaldarinnar.

stríðinu loknu varði hann 18 árum við University of Pennsylvania í Phildalephiu. Hann var rannsóknarfélagi við Vitsmunavísindastofnunina á Harvard (Center for Cognitive Studies) frá 1962 til 1963 og gegndi stöðu prófessors við ýmsa háskóla frá 1964 til 1967, og var skipaður prófessor í heimspeki við Harvard árið 1968.

Goodman setti fram „nýja gátuna um tilleiðslu“, sem svo var nefnd með tilvísun til hins sígilda tilleiðsluvanda Davids Hume. Hann fjallaði fyrst um gátuna í bókinni Fact, Fiction, and Forecast. Venjulega er hún útskýrð með hugtökunum grauður eða brænn.

Remove ads

Helstu ritverk

Remove ads

Tengt efni

Tengill

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads