CSI
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
CSI er fjölmiðlafyrirtæki byggt á bandarískum sjónvarpsþáttum sem voru stofnaðir af höfundinum Anthony E. Zuiker og eru sýndir á CBS sjónvarpsstöðinni. Þættirnir fjalla um réttarrannsóknarmenn sem rannsaka hin ýmsu morðmál.
Yfirlit
Þættirnir eru sýndir í 200 löndum með áhorfendur í kringum 2 milljarða, nokkrar útgáfur hafa verið þróaðar fyrir markaðinn þar á meðal bækur, teiknimyndasögur og tölvuleikir.
CSI þættirnar hafa átt mikinn þátt í því hvernig samfélagið hugsar, sem hefur oft verið kallað „CSI-áhrifin“ (e. CSI effect), þar sem kviðdómar hafa fengið þá hugmynd að raunverulegar sakamálarannsóknir eru alveg eins og sést í CSI-þáttunum. Þessar nýju vinsældir á rannsóknar þáttum í sjónvarpinu hafa aukið áhuga fólks á námi tengt réttarrannsóknum og fornleiðarfræðirannsóknir. Í Bretlandi einu þá hafa umsækjendur aukist um 30%.[1]. Dæmi um hversu mikilvægt menningarlega séð CSI hefur orðið:
„Við byrjuðum árið 2000 og urðum mjög vinsæl en áhorfið jókst um helming eftir 11. september 2001,“ segir Zuiker, í heimildarmynd um áhrif CSI. „Fólk var hlaupandi til okkar eftir huggun, þar sem það var að leita eftir réttlæti í CSI — hjálpaði það þeim að til væru fólk eins og persónur okkar sem voru að leysa hin ýmsu morðmál og glæpi. Enda var 11. september einn stærsti vettvangur glæps í heiminum.“
Remove ads
Þáttaraðir
Í dag eru tvær þáttaraðir sýndar:
- CSI: Crime Scene Investigation (2000–til dags, 14 þáttaraðir)
- Staðsetning: Las Vegas, Nevada.
- Núverandi leikarar: Ted Danson sem D.B. Russell, Elisabeth Shue sem Julie Finlay, George Eads sem Nick Stokes, Eric Szmanda sem Greg Sanders, Robert David Hall sem Dr. Alan Robbins, Wallace Langham sem David Hodges, Elisabeth Harnois sem Morgan Brody, Jorja Fox sem Sara Sidle, og Paul Guilfoyle sem Kapteinn Jim Brass.
- Opnunarþema: Who Are You
- Núverandi leikarar: Ted Danson sem D.B. Russell, Elisabeth Shue sem Julie Finlay, George Eads sem Nick Stokes, Eric Szmanda sem Greg Sanders, Robert David Hall sem Dr. Alan Robbins, Wallace Langham sem David Hodges, Elisabeth Harnois sem Morgan Brody, Jorja Fox sem Sara Sidle, og Paul Guilfoyle sem Kapteinn Jim Brass.
- Staðsetning: Las Vegas, Nevada.
- CSI: Miami (2002–2012, 10 þáttaraðir)
- Staðsetning: Miami, Flórída.
- Núverandi leikarar: David Caruso sem Horatio Caine, Emily Procter sem Calleigh Duquesne, Adam Rodríguez sem Eric Delko, Jonathan Togo sem Ryan Wolfe, Rex Linn sem Frank Tripp, og Eva LaRue sem Natalia Boa Vista.
- CSI: Miami var frumsýnt í CSI-þættinum Cross Jurisdictions.
- Opnunarþema: Won't Get Fooled Again
- CSI: Miami var frumsýnt í CSI-þættinum Cross Jurisdictions.
- Núverandi leikarar: David Caruso sem Horatio Caine, Emily Procter sem Calleigh Duquesne, Adam Rodríguez sem Eric Delko, Jonathan Togo sem Ryan Wolfe, Rex Linn sem Frank Tripp, og Eva LaRue sem Natalia Boa Vista.
- Staðsetning: Miami, Flórída.
- CSI: NY (2004–2013, 9 þáttaraðir)
- Staðsetning: New York-borg, New York-fylki.
- Núverandi leikarar: Gary Sinise sem Mac Taylor, Sela Ward sem Josephine (Jo) Danville, Carmine Giovinazzo sem Danny Messer, Anna Belknap sem Lindsay Monroe, Robert Joy sem Sid Hammerback, A.J. Buckley sem Adam Ross, Hill Harper sem Sheldon Hawkes, og Eddie Cahill sem Donald Flack.
- CSI: NY var frumsýnt í CSI: Miami-þættinum MIA/NYC NonStop.
- Opnunarþema: Baba O'Riley
- CSI: NY var frumsýnt í CSI: Miami-þættinum MIA/NYC NonStop.
- Núverandi leikarar: Gary Sinise sem Mac Taylor, Sela Ward sem Josephine (Jo) Danville, Carmine Giovinazzo sem Danny Messer, Anna Belknap sem Lindsay Monroe, Robert Joy sem Sid Hammerback, A.J. Buckley sem Adam Ross, Hill Harper sem Sheldon Hawkes, og Eddie Cahill sem Donald Flack.
- Staðsetning: New York-borg, New York-fylki.
Remove ads
Seríu-litur
Hver sería af CSI hefur sinn eiginn lit tengdan með stafrænum lit sem er lagaður í eftirvinnslunni. CSI: Crime Scene Investigation liturinn er aðallega grænn og hvítur, CSI: Miami er aðallega dökk-gulur eða gull, og CSI: New York er aðallega kóbolt blátt og grátt en eftir fyrstu þáttaröð var litnum fyrir CSI: NY breytt þar sem hinn dökki-blái og grái litur var of viðbjóðslegur og þungur.
Heimildarmyndir
Vegna vinsælda þáttanna í Bretlandi hefur sjónvarpsstöðin Five búið til tvær heimildarmyndir um CSI. Sú fyrsta hét The Real CSI sem fjallaði um raunveralega réttarrannsóknarmenn og vinnu þeirra. Seinni myndin hét True CSI þar sem farið í það hvernig réttarrannsóknir hafa hjálpað til að leysa ýmis fræg rannsóknarmál. Í þessari mynd var notast við leikara sem endusköpuðu ákveðin atriði í málunum.
Á fyrri hluta ársins 2007 þá var breska sjónvarpsstöðin ITV, með sérstaka heimildarmynd Tonight With Trevor McDonald þar sem farið var yfir hvað CSI effect hefur haft mikil áhrif á menninguna og samfélagið í heildina. Þá sérstaklega hvernig það hefur breytt réttarkerfunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Vegna vinsælda þáttanna þá hafa orðið til raunveruleikaþættir og heimildarmyndir, eins og The First 48 og North Mission Road.
Remove ads
Sögurþræðir milli sería
Sögurþræðir á milli CSI-þáttanna hefur verið gerð nokkrum sinnum.
Milli-sería
- Cross Jurisdictions, þátturinn í CSI: Crime Scene Investigation og fyrsti þátturinn af CSI: Miami.
- MIA/NYC NonStop, þátturinn í CSI: Miami og fyrsti þátturinn af CSI: NY.
- Tveggja þátta söguþráður sem byrjaði í CSI: Miami (Felony Flight) og endaði í CSI: NY (Manhattan Manhunt).
- Þriggja-þátta söguþráður þar sem Raymond Langston eltist við morðmál sem byrjar í CSI: Miami síðan CSI: NY og endar í CSI: Crime Scene Investigation.[2]
- Tveggja þátta söguþráður sem byrjaði í CSI: Crime Scene Investigation (In Vino Veritas) og endaði í CSI:NY (Seth and Apep).
Á milli annarra þátta
Það er til fjölskylda af rannsóknarþáttum á CBS (sumir framleiddir af Jerry Bruckheimer) sem hafa verið notaðir til þess að byggja upp söguþræði á milli þeirra og CSI-þáttanna. Núverandi þættir eru:
- Cold Case og CSI: NY: þáttur Cold Reveal sýnt 2. maí 2007 innihélt Scotty Valens (Danny Pino)frá Cold Case, sem er einnig framleitt af Jerry Bruckheimer.[3]
- Without a Trace og CSI: Crime Scene Investigation (báðir framleiddir af Jerry Bruckheimer) höfðu söguþráðs-skipti, Who and What, sýnt 9. nóvember 2007. Fyrri hlutinn gerist í CSI: Crime Scene Investigation' en seinni hlutinn í Without a Trace.
CSI hafði söguþráðs-skipti við Two and a Half Men, fyrsti hluti var, Fish in a Drawer, sem innihélt réttarrannsókn á morði í Two and a Half Men og í CSI: Crime Scene Investigation, Two and a Half Deaths, innihélt morð á sápuóperu leikara. Höfundar frá báðum þáttunum skrifuðu fyrir hvor annan.[4]
Remove ads
Tónlist
Titillögin eru öll spiluð af hljómsveitinniThe Who
- Who Are You fyrir CSI: Crime Scene Investigation.
- Won't Get Fooled Again fyrir CSI: Miami.
- Baba O'Riley fyrir CSI: NY.
Rannsóknarstofurnar
- Rannsóknarstofan í Las Vegas er dökk í yfirlitum, þó að breytingar hafa verið gerðar á henni í gegnum seríuna.
- Rannsóknarstofan í Miami er sú nútímalegasta af þeim öllum, með bestu tæknina og hlutlausa liti á veggjum. Til að byrja með líktist hún LV stofunni, en vegna tækninnar og stíls þá var henni breytt með ríkisfjármagni í byrjun fjórðu þáttaraðar. Stofan er staðsett í tveggja hæða húsi með rannsóknarlögreglunni, í miðbæ Miami.
- CSI: NY rannsóknarstofan er sú eina sem hefur haft tvær stofur, þá fyrri í gamalli byggingu með múrsteinum og með nýjustu tækninni; þá seinni á 35. hæð í skrifstofubyggingu, með glerveggi og bestu tækninna. Var hún sprengd upp í lokaþætti þriðju þáttaraðar en var byggð upp aftur.
Remove ads
Aukaútgáfur
Teiknimyndasögur
Nokkar teiknimyndasögur hafa verið skrifaðar út frá öllum þrem seríunum, útgefandi er IDW Publishing. Meðal höfunda er Max Allan Collins.
Leikir
CSI-fyrirtækið hefur gefið út nokkra tölvuleiki, sem eru byggðir á Las Vegas og Miami. Gameloft hefur líka gefið út hreyfanlega leiki (mobile games) byggða á þáttunum. Þar að auki þá hafa verið gerðar nokkur borðspil gerð út frá CSI: LV og CSI: Miami allt gefið út af Specialty Board Games Inc.
Sýning
Chicago Museum of Science & Industry opnaði sýningu til heiðurs CSI þann 25. maí 2007, sem kallast: „CSI: The Experience“. Að auki má finna leik á heimasíðunni þar sem hægt er að þjálfa sig upp í réttarlíffræði, vopnum og værkfæra greiningu, eiturefnafræði og krufningu.[5]
Tímarit
Titan Magazines gefur út CSI Magazine (fyrst gefið út um miðjan nóvember 2007). Tímaritið inniheldur blöndu af viðtölum og yfirlitsgreinum tengt heimi CSI og fólkinu bakvið þættina. Hægt er að nálgast tímaritið í Bandaríkjunum og Bretlandi. .[6] [7] [8]
Bækur
Allmargar bækur hafa verið gerðar byggt á þáttunum. Höfundar eru meðal annarra Max Allan Collins (CSI), Donn Cortez (CSI: Miami) og Stuart M. Kaminsky (CSI: NY).
Listaverk
CSI-listaverk er kallast CSI: The DVD Collection hefur verið gert af Ge Fabbri, þar sem skoðað eru þættirnir á DVD með tímariti og litið á leikiara, persónur og þættina og hinar ýmsu tæknilegu aðferðir.[9] was produced by Ge Fabbri[10]
Leikföng
Nokkrar tegundir ef leikföngum hafa verið þróuð, eins og:
- CSI: Forensics Lab
- CSI: DNA Laboratory
- CSI: Forensic Facial
Samt sem áður hafa þau verið gagnrýnd af Parents Television Council.[11]
Skemmtigarður
„CSI: Live“ hefur verið sýnt í Six Flags Magic Mountain, skammt frá Los Angeles, þar sem rannsóknarmenn reyna að finna út hver er morðinginn á galdrasýningu, með áhorfendur sem hugsanlegir morðingar. Sýningin hefur verið sýnd í Freestyle Music Park á Myrtle Beach í Suður-Karólínu.[12]
Remove ads
CSI-heimurinn
Eftirfarandi þættir tengjast CSI heiminum:
- CSI: Crime Scene Investigation
- CSI: Miami
- CSI: NY
- Cold Case
- Without a Trace
Neðanmálsgreinar
Heimildir
Ítarefni
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads