Bruce Willis
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Walter Bruce Willis (f. 19. mars 1955), best þekktur sem Bruce Willis, er bandarískur leikari og söngvari. Frami hans hófst seint á 9. áratugnum og varð hann þekktur helst fyrir hlutverk sitt sem John McClane í Die Hard-kvikmyndunum. Willis hefur unnið fjölda verðlauna á ferli sínum og hefur sýnt stuðning við bandaríska herinn.
Remove ads
Ævi
Á sínum ungu árum
Willis fæddist í Idar-Oberstein, Þýskalandi. Faðir hans, David Willis, var bandarískur hermaður við störf í herstöðinni í Idar-Oberstein. Móðir hans, Marlene, var þýsk og starfaði í banka.[1] Willis var elstur fjögurra barna Marlene og David Willis. Árið 1957 var föður hans sagt upp störfum hjá hernum og fjölskyldan flutti til Penns Grove í New Jersey.[2] Árið 1971 skildu foreldrar hans.[1] Á sínum yngri árum stamaði Willis mikið,[3] en hann átti auðvelt með að vera á sviði og náði þannig smám saman að sigrast á vandamálinu.[4]
Leiðin til frama
Eftir að Willis flutti til Kaliforníu tók hann áheyrnarprufu í nokkrum sjónvarpsþáttum.[1] Hann fékk hlutverk David Addison Jr. í sjónvarpsþáttunum Moonlighting (1985-1989).[5]
Die Hard kom út 1988 og sló óvænt í gegn. Willis lék hlutverk John McClane sem er aðalpersóna myndarinnar. Willis lék í öllum áhættuatriðum myndarinnar.[6] Tekjur myndarinnar námu $138,708,852[7] Vegna vinsælda hafa verið gefnar út 3 framhaldsmyndir: Die Hard 2, Die Hard with a Vengeance og Live Free or Die Hard.
Einkalíf
Willis var giftur Demi Moore í 13 ár, því sambandi lauk árið 2000. Hann eignaðist með henni þrjár dætur. Með seinni eiginkonu sinni Emmu Heming eignaðist hann tvær dætur.
Árið 2022 greindist Willis með málstol. Í kjölfarið ákvað hann að hætta að leika. Árið eftir greindist hann með framheilabilun. [8]
Remove ads
Ferill
Sem leikari
Sem tónlistarmaður
- The Return of Bruno, 1987, Razor & Tie.
- If It Don't Kill You, It Just Makes You Stronger, 1989, Motown / Pgd.
- Classic Bruce Willis: The Universal Masters Collection, 2001, Polygram Int'l.
Remove ads
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads