Bruce Willis

From Wikipedia, the free encyclopedia

Bruce Willis
Remove ads

Walter Bruce Willis (f. 19. mars 1955), best þekktur sem Bruce Willis, er bandarískur leikari og söngvari. Frami hans hófst seint á 9. áratugnum og varð hann þekktur helst fyrir hlutverk sitt sem John McClane í Die Hard-kvikmyndunum. Willis hefur unnið fjölda verðlauna á ferli sínum og hefur sýnt stuðning við bandaríska herinn.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Ævi

Á sínum ungu árum

Willis fæddist í Idar-Oberstein, Þýskalandi. Faðir hans, David Willis, var bandarískur hermaður við störf í herstöðinni í Idar-Oberstein. Móðir hans, Marlene, var þýsk og starfaði í banka.[1] Willis var elstur fjögurra barna Marlene og David Willis. Árið 1957 var föður hans sagt upp störfum hjá hernum og fjölskyldan flutti til Penns Grove í New Jersey.[2] Árið 1971 skildu foreldrar hans.[1] Á sínum yngri árum stamaði Willis mikið,[3] en hann átti auðvelt með að vera á sviði og náði þannig smám saman að sigrast á vandamálinu.[4]

Leiðin til frama

Eftir að Willis flutti til Kaliforníu tók hann áheyrnarprufu í nokkrum sjónvarpsþáttum.[1] Hann fékk hlutverk David Addison Jr. í sjónvarpsþáttunum Moonlighting (1985-1989).[5]

Die Hard kom út 1988 og sló óvænt í gegn. Willis lék hlutverk John McClane sem er aðalpersóna myndarinnar. Willis lék í öllum áhættuatriðum myndarinnar.[6] Tekjur myndarinnar námu $138,708,852[7] Vegna vinsælda hafa verið gefnar út 3 framhaldsmyndir: Die Hard 2, Die Hard with a Vengeance og Live Free or Die Hard.

Einkalíf

Willis var giftur Demi Moore í 13 ár, því sambandi lauk árið 2000. Hann eignaðist með henni þrjár dætur. Með seinni eiginkonu sinni Emmu Heming eignaðist hann tvær dætur.

Árið 2022 greindist Willis með málstol. Í kjölfarið ákvað hann að hætta að leika. Árið eftir greindist hann með framheilabilun. [8]

Remove ads

Ferill

Sem leikari

Nánari upplýsingar Ár, Kvikmynd/Þáttur ...

Sem tónlistarmaður

  • The Return of Bruno, 1987, Razor & Tie.
  • If It Don't Kill You, It Just Makes You Stronger, 1989, Motown / Pgd.
  • Classic Bruce Willis: The Universal Masters Collection, 2001, Polygram Int'l.
Remove ads

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads