Formúla 1 2019
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
2019 FIA Formúla 1 Heimsmeistarakeppnin var 70 tímabilið af Formúlu 1 heimsmeistarakeppninni. Það er samkvæmt Fédération Internationale de l'Automobile (FIA), stjórn alþjóðlegra akstursíþrótta, hæsti flokkur í keppni bíla án yfirbyggingar yfir hjóla. Ökumenn og lið kepptu um tvö titla, annarsvega heimsmeistaratitil ökumanna og hinsvegar heimsmeistaratitil bílasmiða. Tímabilið byrjaði í mars og endaði í desember, það spannaði 21 kappakstur. Kínverski kappaksturinn 2019 náði þeim áfanga að vera 1000 kappaksturinn í Formúlu 1 frá upphafi.[1]
Lewis Hamilton vann sinn sjötta heimsmeistaratitil ökumanna
Liðsfélagi Hamilton,Valtteri Bottas, endaði í öðru sæti keyrandi fyrir Mercedes.
Max Verstappen endaði í þriðja sæti keyrandi fyrir Red Bull-Honda
Mercedes vann heimsmeistaratitil bílasmiða sjötta árið í röð.
Ferrari endaði í öðru sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða, þriðja árið í röð.
Red Bull Racing endaði í þriðja sæti, þriðja árið í röð.
Lewis Hamilton og Mercedes komu inn sem ríkjandi heimsmeistarar og vörðu sína titla örugglega. Mercedes vann sinn sjötta heimsmeistaratitil bílasmiða í röð og jafnaði þannig met Ferrari frá 1999 til 2004.
Remove ads
Lið og ökumenn
Liðsbreytingar
Red Bull Racing lauk 12 ára samstarfi sínu við Renault og fór yfir í vélar frá Honda líkt og systur lið sitt Toro Rosso sem byrjaði með Honda vélar árið 2018.[3]
Racing Point Force India varð endanlega að Racing Point F1 liðinu eftir að hópur leiddur af Lawrence Stroll kláraði kaup sín á liðinu og þeirra eignum.[4]
Sem hluti af samstarfssamning sínum varð Sauber liðið að Alfa Romeo Racing,[5] liðið keppti samt áfram undir Svissneskum fána og hélt höfuðstöðvum sínum í Hinwil, Sviss. Sauber nafnið kom aftur inn í Formúlu 1 árið 2024 sem Kick Sauber eftir að samningur við Alfa Romeo rann út.
Ökumannsbreytingar
Alex Albon (vinstri), Lando Norris (miðju) og George Russell (hægri) áttu allir frumraun sína í Formúlu 1 með Toro Rosso, McLaren og Williams hvor fyrir sig.
Nokkrar ökumannsbreytingar áttu sér stað fyrir 2019 tímabilið. Daniel Ricciardo fór til Renault frá Red Bull eftir 5 ár með liðinu.[6] Pierre Gasly var færður frá Toro Rosso í sætið hans Ricciardo hjá Red Bull.[7] Daniil Kvyat kom aftur til Toro Rosso eftir að hafa seinast keyrt fyrir þá árið 2017.[8] Liðsfélagi Kvyat var nýliðinn Alexander Albon en hann kom í stað Brendon Hartley.[9] Albon varð annar Taílenski ökumaðurinn í Formúlu 1 á eftir Prins Bira.[10]
Sainz, sem var á láni frá Red Bull til Renault árið 2018, fékk ekki nýjan samning hjá Red Bull og fór til McLaren í stað tvöfalda heimsmeistarans Fernando Alonso sem tilkynnti að hann myndi hætta eftir 2018 tímabilið.[11] Liðsfélagi Sainz var Lando Norris sem kom nýr inn í Formúlu 1 eftir að sigra 2017 evrópsku Formúlu 3 mótaröðina og enda í öðru sæti í Formúlu 2 2018,[12] Norris kom í stað Stoffel Vandoorne sem fór úr Formúlu 1 yfir í Formúlu E ásamt því að vera varaökumaður Mercedes.[13]
Charles Leclerc fór frá Alfa Romeo Racing eftir eitt ár og kom í stað Kimi Räikkönen hjá Ferrari.[14] Räikkönen fór aftur til Alfa Romeo, áður Sauber, sem hann byrjaði ferilinn með árið 2001.[15] Liðsfélagi hans hjá Alfa Romeo var Antonio Giovinazzi.[16] Marcus Ericsson fór frá liðinu og fór að keppa í IndyCar ásamt því að vera varaökumaður Alfa Romeo.[17]
Lance Stroll fór frá Williams til Racing Point, í stað Esteban Ocon.[18] Ocon varð þá varaökumaður Mercedes ásamt Stoffel Vandoorne.[19] Ríkjandi Formúlu 2 meistarinn George Russell tók sæti Stroll hjá Williams.[20] Sergey Sirotkin fór frá Williams og Robert Kubica tók hans sæti. Kubica kom þá aftur í Formúlu 1 eftir 8 ára frá íþróttinni eftir næstum banvænt slys í rallakstri árið 2011 þar sem hann slasaðist illa á höndum.[21]
Mið-tímabils breytingar
Fyrir belgíska kappaksturinn tilkynnti Red Bull að Pierre Gasly myndi vera færður í systurliðið Toro Rosso og Alexander Albon myndi vera færður frá Toro Rosso til Red Bull og að báðir ökumenn myndi verða í lok tímabils til að ákveða hverjir myndu keyra fyrir Red Bull árið 2020.[22] Ákvörðunin var gagnrýnd þar sem Gasly hafði aðeins 12 keppnir í Red Bull bílnum til að sanna sig.[23]
Remove ads
Umferðir
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads