Formúla 1 2019

From Wikipedia, the free encyclopedia

Formúla 1 2019
Remove ads

2019 FIA Formúla 1 Heimsmeistarakeppnin var 70 tímabilið af Formúlu 1 heimsmeistarakeppninni. Það er samkvæmt Fédération Internationale de l'Automobile (FIA), stjórn alþjóðlegra akstursíþrótta, hæsti flokkur í keppni bíla án yfirbyggingar yfir hjóla. Ökumenn og lið kepptu um tvö titla, annarsvega heimsmeistaratitil ökumanna og hinsvegar heimsmeistaratitil bílasmiða. Tímabilið byrjaði í mars og endaði í desember, það spannaði 21 kappakstur. Kínverski kappaksturinn 2019 náði þeim áfanga að vera 1000 kappaksturinn í Formúlu 1 frá upphafi.[1]

Thumb
Lewis Hamilton vann sinn sjötta heimsmeistaratitil ökumanna
Thumb
Liðsfélagi Hamilton,Valtteri Bottas, endaði í öðru sæti keyrandi fyrir Mercedes.
Thumb
Max Verstappen endaði í þriðja sæti keyrandi fyrir Red Bull-Honda
Thumb
Mercedes vann heimsmeistaratitil bílasmiða sjötta árið í röð.
Thumb
Ferrari endaði í öðru sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða, þriðja árið í röð.
Thumb
Red Bull Racing endaði í þriðja sæti, þriðja árið í röð.

Lewis Hamilton og Mercedes komu inn sem ríkjandi heimsmeistarar og vörðu sína titla örugglega. Mercedes vann sinn sjötta heimsmeistaratitil bílasmiða í röð og jafnaði þannig met Ferrari frá 1999 til 2004.

Remove ads

Lið og ökumenn

Nánari upplýsingar Lið, Bílasmiðir ...

Liðsbreytingar

Red Bull Racing lauk 12 ára samstarfi sínu við Renault og fór yfir í vélar frá Honda líkt og systur lið sitt Toro Rosso sem byrjaði með Honda vélar árið 2018.[3]

Racing Point Force India varð endanlega að Racing Point F1 liðinu eftir að hópur leiddur af Lawrence Stroll kláraði kaup sín á liðinu og þeirra eignum.[4]

Sem hluti af samstarfssamning sínum varð Sauber liðið að Alfa Romeo Racing,[5] liðið keppti samt áfram undir Svissneskum fána og hélt höfuðstöðvum sínum í Hinwil, Sviss. Sauber nafnið kom aftur inn í Formúlu 1 árið 2024 sem Kick Sauber eftir að samningur við Alfa Romeo rann út.

Ökumannsbreytingar

Thumb
Thumb
Thumb
Alex Albon (vinstri), Lando Norris (miðju) og George Russell (hægri) áttu allir frumraun sína í Formúlu 1 með Toro Rosso, McLaren og Williams hvor fyrir sig.

Nokkrar ökumannsbreytingar áttu sér stað fyrir 2019 tímabilið. Daniel Ricciardo fór til Renault frá Red Bull eftir 5 ár með liðinu.[6] Pierre Gasly var færður frá Toro Rosso í sætið hans Ricciardo hjá Red Bull.[7] Daniil Kvyat kom aftur til Toro Rosso eftir að hafa seinast keyrt fyrir þá árið 2017.[8] Liðsfélagi Kvyat var nýliðinn Alexander Albon en hann kom í stað Brendon Hartley.[9] Albon varð annar Taílenski ökumaðurinn í Formúlu 1 á eftir Prins Bira.[10]

Sainz, sem var á láni frá Red Bull til Renault árið 2018, fékk ekki nýjan samning hjá Red Bull og fór til McLaren í stað tvöfalda heimsmeistarans Fernando Alonso sem tilkynnti að hann myndi hætta eftir 2018 tímabilið.[11] Liðsfélagi Sainz var Lando Norris sem kom nýr inn í Formúlu 1 eftir að sigra 2017 evrópsku Formúlu 3 mótaröðina og enda í öðru sæti í Formúlu 2 2018,[12] Norris kom í stað Stoffel Vandoorne sem fór úr Formúlu 1 yfir í Formúlu E ásamt því að vera varaökumaður Mercedes.[13]

Charles Leclerc fór frá Alfa Romeo Racing eftir eitt ár og kom í stað Kimi Räikkönen hjá Ferrari.[14] Räikkönen fór aftur til Alfa Romeo, áður Sauber, sem hann byrjaði ferilinn með árið 2001.[15] Liðsfélagi hans hjá Alfa Romeo var Antonio Giovinazzi.[16] Marcus Ericsson fór frá liðinu og fór að keppa í IndyCar ásamt því að vera varaökumaður Alfa Romeo.[17]

Lance Stroll fór frá Williams til Racing Point, í stað Esteban Ocon.[18] Ocon varð þá varaökumaður Mercedes ásamt Stoffel Vandoorne.[19] Ríkjandi Formúlu 2 meistarinn George Russell tók sæti Stroll hjá Williams.[20] Sergey Sirotkin fór frá Williams og Robert Kubica tók hans sæti. Kubica kom þá aftur í Formúlu 1 eftir 8 ára frá íþróttinni eftir næstum banvænt slys í rallakstri árið 2011 þar sem hann slasaðist illa á höndum.[21]

Mið-tímabils breytingar

Fyrir belgíska kappaksturinn tilkynnti Red BullPierre Gasly myndi vera færður í systurliðið Toro Rosso og Alexander Albon myndi vera færður frá Toro Rosso til Red Bull og að báðir ökumenn myndi verða í lok tímabils til að ákveða hverjir myndu keyra fyrir Red Bull árið 2020.[22] Ákvörðunin var gagnrýnd þar sem Gasly hafði aðeins 12 keppnir í Red Bull bílnum til að sanna sig.[23]

Remove ads

Umferðir

Nánari upplýsingar Umferð, Kappakstur ...
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads