Super Bowl
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Super Bowl er úrslitaleikur NFL deildarinnar í amerískum fótbolta. Leikurinn er yfirleitt spilaður á sunnudegi og hefur sunnudagurinn sem að leikurinn fellur á verið kallaður Super Bowl Sunday eða „úrslitaleikssunnudagur“.
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Mögulega er vandamálið við síðuna skráð á Wikipedia:Stílviðmið og þar að auki: úrelt. |
Super Bowl leikurinn var fyrst spilaður 15. janúar árið 1967 sem hluti af samkomulagi á milli NFL og þáverandi keppninautar NFL, American Football League (AFL) þess hljóðandi að hvert ár yrði spilaður AFL-NFL úrslitaleikur. Eftir að deildirnar runnu saman árið 1970 varð leikurinn úrslitaleikur NFL deildarinnar. Leikurinn er nú spilaður fyrsta sunnudag febrúar.
Super Bowl fær afar mikið áhorf í Bandaríkjunum og er yfirleitt það sjónvarpsefni sem fær mest áhorf á ári hverju. Þetta gerir það að verkum að mörg hundruð fyrirtæki reyna að auglýsa vöru sína á meðan á leiknum stendur og eyða fyrirtæki oft milljónum dollara í auglýsingar á meðan á leiknum stendur.
Auk þessa koma oft heimsfrægir tónlistarmenn og eru með atriði í hálfleik, syngja þjóðsönginn eða eru með atriði fyrir leikinn. Meðal þeirra sem hafa komið fram eru Ray Charles, The Rolling Stones, Janet Jackson og Backstreet Boys.
Í Super Bowl leiknum eru rómverskar tölur notaðar til að tákna hvern leik, frekar en árið sem að leikurinn var spilaður. Þetta er meðal annars tilkomið vegna þess að leiktímabilið í NFL spannar alltaf tvö ár.
Einungis fjögur lið hafa aldrei komist í Super Bowl: Cleveland Browns, Detroit Lions, Houston Texans og Jacksonville Jaguars. Kansas City Chiefs og New York Jets hafa ekki komist í Super Bowl eftir að hafa flutt úr AFL í NFL árið 1970.
Remove ads
Listi yfir sigurvegara
National Football League | American Football League |
Remove ads
NFL titlar
Ameríkudeildin (AFC) | Þjóðardeildin (NFC) |
* Ath: Qualcomm Stadium var upphaflega þekktur sem San Diego Stadium og Jack Murphy Stadium. Dolphin Stadium var upphaflega Dolphin Stadium en fljótlega var nafninu breytt í Joe Robbie Stadium síðan stuttlega í Pro Player Park og næst Pro Player Stadium, að lokum var nafninu aftur breytt í Dolphin Stadium.
Remove ads
Super Bowl sigrar
Lið úr Þjóðardeildinni | Lið úr Ameríkudeildinni |
Þátttaka í Super Bowl
Lið úr Þjóðardeildinni | Lið úr Ameríkudeildinni |
Lið úr National Football League/Ameríkudeildnni |
Remove ads
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Super Bowl“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt mars 2007.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads