Super Bowl

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Super Bowl er úrslitaleikur NFL deildarinnar í amerískum fótbolta. Leikurinn er yfirleitt spilaður á sunnudegi og hefur sunnudagurinn sem að leikurinn fellur á verið kallaður Super Bowl Sunday eða „úrslitaleikssunnudagur“.

Super Bowl leikurinn var fyrst spilaður 15. janúar árið 1967 sem hluti af samkomulagi á milli NFL og þáverandi keppninautar NFL, American Football League (AFL) þess hljóðandi að hvert ár yrði spilaður AFL-NFL úrslitaleikur. Eftir að deildirnar runnu saman árið 1970 varð leikurinn úrslitaleikur NFL deildarinnar. Leikurinn er nú spilaður fyrsta sunnudag febrúar.

Super Bowl fær afar mikið áhorf í Bandaríkjunum og er yfirleitt það sjónvarpsefni sem fær mest áhorf á ári hverju. Þetta gerir það að verkum að mörg hundruð fyrirtæki reyna að auglýsa vöru sína á meðan á leiknum stendur og eyða fyrirtæki oft milljónum dollara í auglýsingar á meðan á leiknum stendur.

Auk þessa koma oft heimsfrægir tónlistarmenn og eru með atriði í hálfleik, syngja þjóðsönginn eða eru með atriði fyrir leikinn. Meðal þeirra sem hafa komið fram eru Ray Charles, The Rolling Stones, Janet Jackson og Backstreet Boys.

Í Super Bowl leiknum eru rómverskar tölur notaðar til að tákna hvern leik, frekar en árið sem að leikurinn var spilaður. Þetta er meðal annars tilkomið vegna þess að leiktímabilið í NFL spannar alltaf tvö ár.

Einungis fjögur lið hafa aldrei komist í Super Bowl: Cleveland Browns, Detroit Lions, Houston Texans og Jacksonville Jaguars. Kansas City Chiefs og New York Jets hafa ekki komist í Super Bowl eftir að hafa flutt úr AFL í NFL árið 1970.

Remove ads

Listi yfir sigurvegara

National Football League American Football League
Nánari upplýsingar Leikur, Dagsetning ...
Remove ads

NFL titlar

Ameríkudeildin (AFC) Þjóðardeildin (NFC)
Nánari upplýsingar Leikur, Dagsetning ...

* Ath: Qualcomm Stadium var upphaflega þekktur sem San Diego Stadium og Jack Murphy Stadium. Dolphin Stadium var upphaflega Dolphin Stadium en fljótlega var nafninu breytt í Joe Robbie Stadium síðan stuttlega í Pro Player Park og næst Pro Player Stadium, að lokum var nafninu aftur breytt í Dolphin Stadium.

Remove ads

Super Bowl sigrar

Lið úr Þjóðardeildinni Lið úr Ameríkudeildinni
Nánari upplýsingar Super Bowl sigrar, Lið ...

Þátttaka í Super Bowl

Lið úr Þjóðardeildinni Lið úr Ameríkudeildinni
Lið úr National Football League/Ameríkudeildnni
Nánari upplýsingar Hversu oft lið hefur tekið þátt, Lið ...
Nánari upplýsingar National Football League, AFC ...
Remove ads

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads